Kennitöluflakk

Hvernig væri að sitjandi stjórn semdi lagafrumvarp þar sem kennitöluflakk væri gert ólöglegt?  Mér finnst þetta kennitöluflakk hafa mismunað fyrirtækjum hérna á Íslandi. 

 Sumir geta rekið fyrirtæki ár eftir ár, þeir setja reglulega skuldir í ákveðin félög, þau félög fara á hausinn og enginn kröfuhafi fær krónu.  Á meðan reka umræddir einstaklingar fyrirtæki, og safna skuldum og gjöldum allskonar.  Þeir hirða arð, fá laun og allskonar fyrirgreiðslu, búa í lúxushúsnæði, borga ekki skatta, eiga ekki fyrir neinu. 

Skyldmenni þeirra eru skráð fyrir öllum eignum þeirra, þeir leika sama leikinn aftur, aftur, aftur og aftur.  Enginn segir orð, þeir skipta um kennitölu og setja skuldirnar í eitthvað félag, og reka fyrirtækið skuldlaust, áhyggjulaust áfram.  

Þarna liggur hundurinn grafinn, þarna gætu stjórnvöld sett lög sem banna svona skrípaleik, og láta fólk taka ábyrgð á gjörðum sínum.  Það væri kannski hægt að banna það að "sumir búi í húsum sem skráð eru á börn og maka glæpamannanna"  glæpamenn misnoti ættingja sína. 

 


mbl.is Eignalaust félag en skuldar 47 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það á beinlínis að krefja hvaða stjórn sem er við völd,að semja réttlát lög um þetta efni.Það þarf örugglega að vanda til verka,svo gerð laganna(væntanlegu)fari ekki yfir strikið.  Mér finnst brenna við að,lagfæring til réttlætis,sem ættu að einskorðast við einhver tiltekin mörk,fari hreinlega yfir strikið.  Skýring: Hugsum okkur (af því þú elskar íþróttir)hlaupara í keppni 1500 mtr.Hann kemur fyrstur í mark,orðinn ákafur og ætlar aðra 1500 mtr. Þetta gerist ekki á þeim vettvangi,en enginn tekur eftir að það gerist í svo mörgu hjá okkar þjóð. Slöppum af,segir veraldar vön. Bara knús.

Helga Kristjánsdóttir, 20.3.2010 kl. 03:20

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Á að vera, slítur snúruna,kemur fyrstur í mark,heldur áfram og sprengir sig,akkurat það sem má ekki gerast.

Helga Kristjánsdóttir, 20.3.2010 kl. 04:53

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Flestir orðnir þreyttir á fréttum um þetta glæpahyski sem þessi auma Baugsfjölskylda er og pakkið sem er tengt henni.

Guðmundur Pétursson, 20.3.2010 kl. 12:57

4 identicon

Knús í þitt hús

Christine Einarsson (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 15:01

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég er þreyttur.

Sigurður Haraldsson, 21.3.2010 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband