22.3.2010 | 22:58
Svona læti eru kunnugleg fyrir mér
Ég hef tvisvar verið inni í húsum það sem þakplötur fjúka, í bæði skiptin úti á Seltjarnarnesi. Í fyrra skiptið heima í Bakkavör árið að mig minnir 1973 það var í september eða október. Leyfar af fellibyl skullu á suðvesturhorninu með miklu suðvestan veðri. Það er sérstaklega óhugnalegt þegar plöturnar byrja að losna fyrst byrjar hratt bank sem hægir svo á og höggin verða þyngri, þegar þær þakplötur eru foknar byrjar næsta röð.
Í Bakkavörinni voru plötur líka að fjúka af húsinu fyrir framan okkar og fengum við sem betur fer engar plötur í gegn um gluggana sem sneru í suður. Nokkrar plötur stoppuðu á svölunum hjá okkur.
Seinni stormurinn kom óvænt, það var að mig minnir í mars árið 1991 þá bjó ég á Tjarnarstíg og var fjaran í framhaldi af garðinum þar sem ég leigði. Þar fuku líka nokkrar þakplötur en verra var þegar allt þakið fór að hristast, þá þaut ég niður í kjallara og skildi yngsta barnið mitt eftir. Elsta dóttir mín sótti barnið sem betur fer, ég fékk ofsahræðslukast. Sem betur fer voru björgunarsveitamenn á svæðinu og náðu þeir að fergja þakið og bundu þeir það niður með stögum líka.
Þetta voru læti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var árið sem gaus í Eyjum,þetta ár er mér minnisstætt.Systir mín býr í Eyjum,svo hugurinn var líka hjá þeim,í þessum hamförum.
Helga Kristjánsdóttir, 23.3.2010 kl. 00:40
Ég man það vel að gosið í Eyjum byrjaði þann 23 janúar árið 1973, ég man ennþá þegar ég sótti Moggann og flennistór fyrirsögn var þar Eldgos hafið í Eyjum að mig minnir. Pabbi minn sem er nýdáinn átti afmæli þennan dag, varð 32 ára daginn þann.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2010 kl. 01:32
Þórólfur er yfirvegaður maður, þetta sama hús varð fyrir snjóflóði fyrir nokkrum árum.
Einar Steinsson, 23.3.2010 kl. 08:51
Svona læti í veðri eru alltaf óhugnanleg, náttúran sýnir enga miskun. Hvort sem það er snjóflóð, eldur, jarðskjálfti eða eldgos. Hér fyrir margt löngu fauk barnaskóli í Hnífsdal, allt húsið fauk ofan af krökkunum. Sem betur fer voru þau flest niður í kjallara, einhverjir slösuðust en enginn alvarlega, ekki utaná. En þau eru öll veðurhrædd og líður illa í vindi, þau losna ekki við þá tilfininingu, svo sárin þeirra eru innan í sem oft er langtum verra, því í fyrsa lagi finnst fólki ekki mikið til um sár sem ekki sjálst, og svo ererfiðara að komast að til að lækna slík sár.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2010 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.