Nýtt Ísland

Ég vil sjá nýtt Ísland, land þar sem réttlæti, sanngirni og góðmennska ráða ríkjum.   Ég er ekki að sjá fyrir mér að þessi draumur minn um fyrirmyndarríki geti ræst. 

Það er staðreynd að hérna varð hrun, eftir hrunið hafa stjórnvöld beitt sér fyrir því að þeir sem voru valdir að hruninu, njóti alls vafa.  Við almúginn erum ekkert of góð til þess að bæta tjón fagfjárfesta og annarra fjárglæframanna vegna hrunsins.

Ég þoli ekki þetta óréttlæti, ég vil njóta sanngirni.  Ég vil að verðtryggðu lánin mín verði færð aftur til janúar 2008.  Það er sanngirniskrafa.  Ég vil líka að allar vísitölutengingar lána verði sanngjarnar.  Ég vil annaðhvort sjá niðurfellingu verðtryggingar, eða að launin verði aftur tengd vísitölu.   

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við erum greinilega þreytt,en rífum okkur upp,með vorinu.Hvaða vit er í að mótmæla ekki hressilega okri olíufélaga.Hugmynd sem ég heyrði,var að við tækjum okkur saman um að kaupa t.d. í hálfan mánuð einungis hjá einu þeirra,síðan öðru og koll af kolli. Gæti ruglað í þeirra plönum,við höfum ekki mörg úrræði,mér finndist það betra heldur en hávaði.

Helga Kristjánsdóttir, 24.3.2010 kl. 11:47

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er 100% sammála þér Jóna Kolbrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2010 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband