Mig langar að sjá gosið

Ég hef verið dugleg við það að fylgjast með gosinu á Fimmvörðuhálsi.  Mig hefur dreymt um það að sjá eldgos með eigin augum í nokkra áratugi.  Kannski ætla ég að bóka mig í ferð á morgun, ef það eru laus pláss.  Ég er búin að bóka frumburðinn í ferðina, en þorði ekki að bóka sjálfa mig. 

Núna er ég tilbúin að fara í ferðina, held ég.  Það kemur í ljós um hádegisbilið á morgun hvort pláss sé fyrir mig, eða hvort fullbókað sé í ferðina. 

Þegar ég las blogg hjá einhverjum í gærdag, að fólk ætti að drífa sig og skoða þetta eldgos fylltist ég eldmóði.  Kannski er þetta eina tækifærið mitt til þess að fara að skoða eldgos.  Yfirleitt eru eldgosin ekki svona nálægt Reykjavík.  Nema Hekla gamla, sem betur fer fór ég ekki af stað þegar síðasta gos varð í Heklu, þá varð fullt af fólki veðurteppt í Þrengslunum og uppi á Hellisheiði. 


mbl.is Gönguleið á Fimmvörðuháls frá Skógum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Drífðu í þessu það er ekki spurning! það er magnað að koma að svona gosi.

Þórarinn Baldursson, 28.3.2010 kl. 02:16

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ef það er laust í ferðina, fer ég næstum því alveg örugglega.  Ég á bara eftir að finna sjálfboðaliða sem getur leyst mig af í vinnunni minni annað kvöld.  Ef manneskja finnst sem nennir að leysa mig af. Fer ég, nema að fullbókað sé í ferðina. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.3.2010 kl. 02:20

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Kröftug hvatning úr þessari átt, Jóna mín, þú átt ekki eftir að sjá eftir því.

Stórkostleg upplifun, jafnvel nauðsynleg, að upplifa þessi náttúruöfl, sem eru svo mögnuð að allt annað er húmbúkk í samanburði.

5 mínútur í jarðvísindasögu er einn og hálfur mannsaldur, svo notaðu endilega tækifærið ef það gefst.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.3.2010 kl. 05:21

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ég væri löngu fari austur ef ég væri á þessum slóðum.  Og taktu myndavélina með og segðu okkru frá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2010 kl. 16:41

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég komst ekki í ferðina, vegna bakverkja og magapínu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.3.2010 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband