Eldfjallafræðingar sáu þetta gos ekki fyrir

Þetta gos á Fimmvörðuhálsi kom flestum að óvörum.  Ég er ekki að skilja að þessi eldfjallafræðingur, sjái fyrir endann á gosinu.  Gosið er nýhafið, og enginn elfjallafræðingur gat sagt til um að gos væri að hefjast.  Gosið hefur verið stöðugt, þrátt fyrir það að fáir jarðskjálftar hafi fylgt því. 

 Eldfjallafræðingar tala oft um gosóróa, en í aðdraganda þessa eldgoss kom enginn gosórói.  Þetta gos er ótrúlega fallegt, þegar myndir af því eru skoðaðar.  Ég hefði getað verið að skoða það í kvöld, en ég fór ekki í ferðina sem mig langaði svo að fara í.  


mbl.is Gosið gæti hafa náð hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju fórstu ekki vinkona? Ég fór í gær og var það ferlega skemmtilegt. Það var ekki síður skemmtilegt að sjá öll bílljósin í myrkrinu einhversstaðar út í rassgati.

Christine Einarsson (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband