Skemmtilegasti bílaþáttur sem ég hef séð

Top Gear er skemmtilegasti bílaþáttur sem ég hef séð, reyndar sá eini sem ég hef áhuga á að horfa á.  Allir þrír stjórnendurnir eru skemmtilegir, hver á sinn hátt.  Ég hlakka til þess að sjá afraksturinn eftir þessa Íslandsferð, uppátæki þeirra Top Gear manna eru ótrúlega skemmtileg, og frumleg líka. 

Top Gear er reyndar eini bílaþátturinn sem ég hef horft á, fyrir utan íslensku torfæruna á árum áður.  Ég fór meira að segja í Jósepsdalinn og á Hellu til þess að fylgjast með íslensku torfærukeppninni, en síðan eru liðin mörg ár. 


mbl.is Top Gear hyggst skoða eldgosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óóó, ég man sko eftir torfærukeppnunum á Hellu og í Jósepsdal. Ég dró pabba minn alltaf með mér þegar ég var krakki. Það eru skemmtilegar minningar. En sammála því að Top Gear er frábær þáttur, og ekki bara fyrir bílaáhugafólk.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2010 kl. 13:58

2 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

aðal ástæða fyrir því að Top Gear eru svona gríðarlega vinsælir, en Fifth gear voru það t.d. ekki, er að það er mikill munur á þessum þáttum.

Fifht gear er bílaþáttur með skemmtiívafi.

Top gear er skemmtiþáttur með bílaívafi.

Árni Sigurður Pétursson, 6.4.2010 kl. 17:40

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Top Gear er bílaþáttur fullur af húmor og skemmtilegheitum, allskonar þrautum og keppnum.  Svo er fræðslan um hvaða bíla sé skynsamlegt að kaupa og hvar þú færð mest fyrir aurinn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.4.2010 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband