17.4.2010 | 01:58
Til óþurftar
Við þurfum ekki á öllum þessum lánum að halda, það væri betra fyrir okkur að borga það sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar lánað okkur. Ég vil fá að lesa þessa viljayfirlýsingu sem Steingrímur í skjóli stjórnarinnar gaf Alþjóðagjaldeyrissjóðinum.
Hefur Steingrímur stuðning okkar þjóðarinnar til þess að gefa út viljayfirlýsingar sem enginn má sjá? Þarf svona viljayfirlýsing ekki að fá samþykkt í þinginu?
Svo er annað mál með Össur, við erum víst í aðlögun að ESB, ekki í könnunarviðræðum, miðað við það sem ég var að lesa í gær. Ætlar Samspillingin að lauma okkur inn í ESB þrátt fyrir mikinn meirihluta sem er á móti inngöngu í ESB?
Önnur endurskoðun AGS samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2010 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.