Upphafið orðskrúð

Ég tek eftir því að orðalag er skrýtið í ályktunum þessa fundar, hver segir til dæmis svona "En hvernig ætlar flokkurinn að bera ávöxt samboðinn iðruninni?"  ?  Ég spyr ber iðrun ávöxt?  Ég held að allir gömlu Framsóknarmennirnir, Valgerður, Finnur, Halldór og ýmsir aðrir ættu að biðjast afsökunar á græðgi sinni og skorti á siðferði í aðdraganda hrunsins.  Það finnst mér allavega.  
mbl.is Framsóknarmenn líta fram á við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það þarf að gera upp fortíðina áður en framtíðin er ákveðin, hvað þýða til dæmis siðareglur fyrir siðlaust fólk?  Maður spyr sigþ

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2010 kl. 01:19

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Maður spyr sig.  Átti að standa þarna í fyrri athugasemdinni minni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2010 kl. 01:19

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Flokkurinn ætlar að bera ávöxt samboðinn iðruninni,ég vil gefa ungum stjórnmálamönnum séns,eða hvernig ættu flokkar annars að endurnýja sig.Eiga þeir Jóna mín Kolbrún að drattast með syndir "feðranna",gagnteknir af nýju siðferði,nokkuð.,sem þjóðin kallar á. Eru þeir sem eru við völd núna, ekki            komnir þangað,fyrir heilaga vandlætingu,á meintri sök,annara en sjálfra sín, sem dynur í eyrum okkar,hvert sinn,sem í þeim heyrist. Ætla mætti að þá þyrsti í að lemja í okkur almenning samviskubiti,yfir fjármálakreppunni.  Hegna okkur og úthluta sér "kvóta"einskonar dómsorðs,  sem færa skal nýlenduþjóðunum. Það er sviksamlegt athæfi.     Fjórflokkurinn, ætti að efna til  vor-hreingerninga,gefa okkur von.  

Helga Kristjánsdóttir, 25.4.2010 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband