Fékk nautið að lifa?

Er það ekki þannig í nautaati að ef nautið sigrar fái það að lifa? 

 Mér finnst það sanngirniskrafa í þessarri ógeðfelldu "íþrótt" sem Spánverjar dýrka.

   Í rauninni gæti mér ekki verið meira sama um nautabanann, hann er grimmur og morðóður að mínu mati, mér finnst nautaat ekki vera íþrótt.

Ef jafnræði væri á með nautabananum og nautinu gæti þetta verið íþrótt, en nautið fær engin spjót sem það stingur í nautabanann.  Það hefur bara hornin, og sem betur fer nær það stundum að stanga nautabanana. 

 


mbl.is Nautabani í lífshættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég skil ekki hvernig fólk getur haft ánægju af því að horfa á þessa tudda drepna, og það að horfa á hversu langdreginn dauðinn er hjá þessum tuddum...  Ég trúi því að ekki einn einasti dýravinur geti horft á þetta ógeð sem nautaat er.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.4.2010 kl. 01:32

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hefur alltaf þótt þetta heldur ógeðfelld "íþrótt". Sá svona "leik" einu sinni á Spáni og leið heldur illa... Vonandi leggst þetta dæmi af, frekar fyrr en seinna.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 26.4.2010 kl. 01:50

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Því miður hefur nautið að öllum líkindum ekki fengið að lifa, enda sennilega verið búið að særa það töluvert. Það er nefnilega ekki jafnræði milli nautabanans og nautsins þega í hringinn er komið. Nautið þá þegar dauðadæmt og nautabaninn með alla hylli fólksins.

Það er undarlegt að enn skuli vera stundað nautaat, væri ekki nær fyrir náttúruvendarsinna að beiti sér gegn því frekar en hvalveiðum.

Enn undarlegra er að nokkur skuli vilja leggja sér til munns kjöt af nauti sem er drepið við þessar aðstæður, kjöt sem er svo seigt að bestu notin fyrir það væri í skósóla.

Íþrótt er þetta ekki, í besta falli hægt að kalla þetta fífldirfsku.

Gunnar Heiðarsson, 26.4.2010 kl. 04:55

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Dýraverndarsamtök fá ekki peninga eða styrki frá fólki fyrir að mótmæla þessu, en það fær peninga og styrki fyrir að mótmæla hvalveiðum ofl, ef fólk heldur að Dýraverndarsamtök séu eingöngu til að vernda dýr það er það fásinna, flest Dýraverndarsamtök eru að þessu í gróðabraski eins og hvert annað fyrirtæki og ég fyrirlít nautaat og þessu kjöti er hent.

Sævar Einarsson, 26.4.2010 kl. 05:27

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála virkilega ógeðsleg "íþrótt".  Og mér finnst að nautið eigi sinn rétt líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2010 kl. 18:04

6 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Heyrði nýlega að einhverjir á Spáni vildu banna nautaat.  Þá varð allt brjálað og nú er víst talað um að það eigi að verna þessa pyntingaaðferð, þannig að hún deyi örugglega ekki út.

Svei þessu fólki, mér finnst nautaat algjör svívirða.  Ég get ekki einu sinni hugsað mér að heyra hrópin í fólki á nautaatsvöllum, þá tek ég fyrir eyrun of flý sem allra lengst í burtu frá hávaðanum.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 27.4.2010 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband