27.4.2010 | 00:52
Kannski hætta sumir við
Ég hef trú á því að það sé ekki það eina sem gerst getur, ég hef þá trú að kannski komi öðruvísi túristar í staðinn, ævintýrafólk sem vill upplifa spennu og nýungar. Sjá eitthvað sem það hefur aldrei séð áður.
Ég skil ekki þetta stress, það er ekki eins og hann Ólafur sé að ljúga, hann er aðeins að segja hvað gæti gerst og mun líklega gerast á næstu árum.
Dýrkeypt yfirlýsing forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Greyið karlinn er að vara við því sem er næsta líklegt að muni ske og hann er skammaður fyrir það.
Ef hann hefði ekkert sagt, og Katla gýs og slasar eða drepur marga, þá væri hann skammaður fyrir að vara ekki heiminn við.
Að mínu mati er það rétt hjá honum að minnast á þetta, en eins og alltaf þá væla þeir sem telja sig hafa hagsmuna að gæta. Vælukjóarnir eru bara ekki að fatta að fólk er að afpanta vegna þess að það er eldgos akkúrat núna.
Peningar eru oftast teknir framfyrir öryggi.Tómas Waagfjörð, 27.4.2010 kl. 01:27
Mér finnst nú tónninn í bloggurum sem eru búnir að sjá þetta vera aðeins mildari en áður. Sjáum hvað gerist á morgun!!!
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 02:06
ROFL !
Svo verðlaunar fólk hann með því að kjósa hann aftur, alveg eins og það verðlaunar Baugs veldið með því að versla við þessa ræningja.
Okkur er ekki við bjargandi !
Birgir Örn Guðjónsson, 27.4.2010 kl. 06:36
Mér finnst Ólafur ekki spámannlega vaxinn,en hann er að sýna fyrirhyggju sem hann gerði ekki í aðdraganda bankahruns og reyna að draga athygli fréttamanna og fólks almennt frá hans þætti í útrásinni.
Páll Eyþór Jóhannsson, 27.4.2010 kl. 07:43
Vandinn er að þetta stórskaðar ferðaþjónustuna á sama tíma og þetta snýst eingöngu um hans egó og athyglissýki.
Samskipti sem þessi milli ríkja, þar sem um raunverulegan ótta er að ræða við að nágrannar okkar séu ekki undirbúnir, fara ekki fram í gegnum beinar útsendingar á BBC. Þau samskipti fara fram með formlegum hætti.
Það er staðreynd sem allir fræðingar eru sammála um, að enginn veit hvenær von er á næsta gosi á Íslandi. Þau verða með að meðaltali 3 ára fresti hér heima og þá oft undir jöklum. Hvers vegna að skapa almennt panic ástand vegna þess núna?
Ef að von er á "öðruvísi" túristum vegna þess Jóna Kolla er það bara fínt. Þeir eru hins vegar ekki að bóka hingað ferðir og skaðinn sem ferðaþjónustan horfir fram á í dag er farinn að nálgast 150 milljarða. Hvað hefði nú ekki verið hægt að gera hér í velferðarmálum fyrir skatttekjurnar af þeim "smáaurum"?
Baldvin Jónsson, 27.4.2010 kl. 10:10
Ég hélt að núverandi eldgos væri orsakavaldur í afbókunum, ekki orð Ólafs Ragnars Grímssonar. Þetta eldgos er þess valdandi að fólk afbókar, truflanir sem það hefur haft á flugumferð í Evrópu aðallega.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.4.2010 kl. 14:20
Núverandi eldgos hefur að sjálfsögðu mikil áhrif. Ferðaþjónustuaðilar merktu þó verulega aukningu í afbókunum strax daginn eftir þetta viðtal, enda af hverju ætti ekki slík yfirlýsing á einni stærstu sjónvarpsstöð heims ekki að hafa víðtæk áhrif?
Þú talar í þessu máli eins og þú þekkir það ítarlega, ég verð að leyfa mér að efast um það. Gögn málsins sýna annað.
Ég ítreka þó að ég er ekki að tala með þöggun. Ef að Ólafur hefur raunverulega svona miklar áhyggjur, þá hefði hann að sjálfsögðu átt að koma þeim á framfæri með eðlilegum hætti. Í samskiptum við erlendar ríkisstjórnar. Protocall sem hann gjörþekkir sjálfur.
Baldvin Jónsson, 27.4.2010 kl. 15:00
Ég hef greinilega ekki vit á því að vera sammála þér í þessu máli Baldvin, ég hef bara unnið á veitingastað við Laugaveginn í 12 ár og hef ég ekkert vit á ferðamennsku og túrstum frekar en aðrir leikmenn. Ég er engin atvinnuanneskja í túrisma, og ég þekki þetta ekki ítarlega eins og þú greinilega gerir.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.4.2010 kl. 21:01
Í viðtali við Friðrik,sem rekur hótel Rangá,kemur fram í hans athugasemd,að ef til vill orsaki þessi ummæli samdrátt ferðamanna í sumar,en til lengri tíma alls ekki. Ekki stoppar þetta hóp af Norðmönnum,sem koma í fermingu barnabarns míns í júní. Er þó á Austurlandi. Með þeim sennilega 3 Svíar og einn Spánverji,bara til þess að upplifa nýja sýn,alls óhrædd við Kötlu. Auðvitað er ekki hægt að rengja tölur ferðaþjónustuaðila,en eru þær vegna ummæla forsetans,er ekki nóg að sjá flugvelli lokaða vegna gjósku. Það verður húrrandi ferðamálastraumur í sumar,þegar gosinu linnir. Kveðja til þín Jóna Kolbrún.
Helga Kristjánsdóttir, 27.4.2010 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.