Uppstokkun í stjórnum lífeyrissjóðanna

Er ekki tímabært að stokka upp í lífeyrissjóðum okkar landsmanna?  Mér finnst það ekki við hæfi að stjórnirnar sem lögðu fé lífeyrissjóðanna í áhættufjárfestingar, sitji áfram.  

Ég er í lífeyrissjóðinum Gildi, ég vil ekki að hann Vilhjálmur Egilsson komi nálægt mínu fé þar.  Ég vil að öll stjórn lífeyrissjóðsins fari frá, eins og hún leggur sig. 


mbl.is Sjóðsstjóri Gildis fer frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég v il réttlæti, ég vil að minn lífeyrissjóður sameinist þessum lífeyrissjóði ->Nafnávöxtun Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) var 11,9% á árinu 2009 sem svarar til 2,9% hreinnar raunávöxtunar.   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2010 kl. 23:06

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Jóna spáðu í óréttlætinu.

Burtu með þetta pakk.

Einar Örn Einarsson, 28.4.2010 kl. 23:17

3 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Einhver sagði mér að skv. lögum væru lífeyrissjóðir skyldugir til þess að skila að minnsta kosti 3% ávöxtun.  Enginn íslenskur sjóður hefur gert það síðustu ár.  LSR er meira að segja undir þeirri kröfu, þrátt fyrir að öll þjóðin greiði í þann sjóð, en aðeins hluti hennar nýtur þess.

Svo er alveg með eindæmum heimskulegt að forystumenn í atvinnulífinu séu allsráðandi stjórnarmenn í lífeyrissjóðum landsmanna og rífa svo kjaft ef almúginn vill þá frá.  Sagði ekki Vilhjálmur að hann vildi klára það verk sem hann hefði tekið að sér.  Ég held að hann sé fyrir löngu búinn að opinbera það fyrir sjóðfélögum að hann er algjörlega óhæfur.

Það er skítalykt af þessu eins og flestu öðru í þessu landi.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 29.4.2010 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband