Ég er ekki hissa

Evran hefur verið á niðurleið undanfarnar vikur.  Hvernig eiga markaðir að hegða sér?  Hvaða áhrif hafa svona innspýtingar eins og beitt var á Evrusvæðinu í síðustu viku?  Ég hef ekki trú á svona björgunaraðgerðum vegna gjaldmiðla, það skekkir raunverulegt gengi og býr til vandamál. 

Ekki hef ég trú á Evrunni, á meðan atvinnuleysi er svona mikið á Evrusvæðínu, það er ómögulegt að halda uppi verðgildi Evru sem er í raun gjaldmiðill í vanda.  Þjóðverjar og Frakkar hafa ekki efni á því að halda Evrunni svona hátt uppi...

Sama á örugglega við um krónuna, það hækkar ekki verðgildi hennar að taka endalaus lán bæði hjá Alþjóðagjaldreyrissjóðinum og öllum hinum sem virðast núna æstir í það að lána okkur peninga.  Hættum að taka erlend lán og förum að borga niður þau lán sem við skuldum í dag!!!   Það er eina leiðin út úr vanda okkar Íslendinga og bönnum Össur.  Hann sá glugga til þess að fá að borga IceS(l)ave  þrátt fyrir  að það gæti verið ólöglegt, það verður að fara dómstólaleiðina í Ices(l)ave annað er ekki ásættanlegt...


mbl.is Evran ekki lægri í 14 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lýður Árnason

Sæl, Jóna.   Hef oft sagt að bestu hagfræðingarnir koma úr lífsins skólum, þú styður við þá kenningu mína...

Lýður Árnason, 14.5.2010 kl. 05:44

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1054629/

Skoðaðu atvinnleysi í EU í heildarsamhengi allra þegna. Það kemur á óvart. En Færeyingar nýta mannskapinn best. Ég ferðist um allan heim og kynnist allr breidd þjóðfélaga á yngri árum einn á eigin vegum fjarri hefðbundnum ferðamannastöðum og lærði þar mína raun samanburðar hagstjórnarfræði. Vandamálið við þá Íslensku fyrir utan þröngsýni og lífsreynslu leysi er að þeir kunna ekkert í stærðfræði sér í lagi hlutfallslegum samburði, líkindafræði eða tölfræði.   Segjum 50% en því miður gildir um þessi fög að 85% er lámarkið til að giska. Best er 10.

Júlíus Björnsson, 14.5.2010 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband