11.6.2010 | 02:11
Bloggsumarfrí
Ég ætla að taka mér gott frí frá blogginu í sumar. Þetta er síðasta bloggið mitt fyrir Finnlandsferðina mína, ég fer til Finnlands eftir 8 daga.
Ég vona að sitjandi ríkisstjórn geri ekkert alvarlegt af sér á meðan ég er í fríinu, þegar ég tala um alvarlegt er ég að meina, ekki gera samning um IceSlave, og ekki framselja þjóðargersemar okkar til útlendinga.
Vonandi hefur stjórnin vit á því að hafa sig hæga og jafnvel boða til kosninga í haust, vegna þess að stjórnin hefur ekki stuðning okkar fólksins að mínu mati. Hún ætti að endurnýja umboð sitt til okkar kjósenda.
Athugasemdir
Góða skemmtun í fríinu
Ásdís Sigurðardóttir, 11.6.2010 kl. 11:12
Það er stundum nauðsynlegt að taka sér frí frá argaþrasinu hér. Sjálf er ég búin að vera afspyrnulöt að blogga og er líkast til haldin alvarlegri ritstíflu.
Hafðu það gott í fríinu.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 11.6.2010 kl. 14:32
Góða skemmtun og njóttu þín vel.
Einar Örn Einarsson, 11.6.2010 kl. 14:33
Einkennilegt að alltaf skal maður kíkja í bloggið,sjá hvað vinir segja. Nenni bara að senda ath.semdir,enda búin að vera með hestakvefið. Nú sendi ég þér bæði góðar ferðaóskir og loforð um að gæta ríkisstjórnarinnar/gera það útilokað að hún framselji gullin okkar. Njóttu frísins í botn. Kær kveðja.
Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2010 kl. 18:06
Bið að heilsa til Finnlands
Hrönn Sigurðardóttir, 14.6.2010 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.