Creditinfo ljúga!!!

Jóhanna sagði að "aðeins 9000" heimili væru í erfiðleikum, hvað er Creditinfo að ljúga vanskilum upp á 22.000 manns?   Samt hefur Jóhanna fundið uppá 50 leiðum til þess að bjarga heimilum landsmanna að hennar sögn. 

  Ég vil benda fólki á það að lesa blogg, bloggvinkonu minnar hún hefur hitt naglann á höfuðið í sinni grein. 

http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1064983/   Þarna nefnir hún glæpinn í sinni þriðju grein um aðdraganda hrunsins og hvernig ákveðið var að aðhafast ekkert.  


mbl.is Um 22 þúsund á vanskilaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Myndin sem fylgir fréttinni er m.a af dótturdóttur minni, hún Sylvía Björg er barnið í gula pollagallanum með bleiku húfuna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.6.2010 kl. 02:20

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl! Las grein Rakelar.   Einnig meistaraprófs-ritgerð sonar míns í mannauðsstjórnun. Hún heitir Leiðtogi í góðæri,skúrkur í kreppu? Áhrif tíðaranda á ímynd leiðtoga. Ég hljóp nú yfir(hún er 160 bls.) og las með meiri áfergju,greinar úr tímatitinu Frjáls verslun,frá árinu 2000-2009. Drengurinn fékk 9,5 fyrir hana. Hafirðu áhuga að glugga í hana Skemman.is --- leiðtogi ---  nóg að gera hjá mér,ferming austur á landi,útskriftir,á laugard. Jóna mín svona er að eiga mikið af börnum. Myndin af barnabarni þínu hlýtur að vera    frá sumardéginum fyrsta,íslenski fáninn okkar áberandi. Hlustaði á þingmenn í dag,ekki hefur nú stjórnin mikinn áhuga,aðeins 1 Árni Þór,var á mælendaskrá. Kveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 10.6.2010 kl. 03:16

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jóna.

Þetta eru sjálfsagt allt bölvaðir kommúnistar sem vilja koma höggi á vel meinandi fjármálamenn, sem eru ekki of sælir af vöxtum sínum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.6.2010 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband