Það sem vantar í fréttina

Er þetta!  Upphæðin á öllum skuldum Björgólfs og nákvæm greining hvernig hann ætlar að standa skil á þeim öllum.   Í kvöldfréttum RÚV heyrðist mér ég heyra töluna 1200 milljarðar?  Getur það verið satt?  Er IceSlave þar innifalið???

 Þessi frétt finnst mér eins og hafi verið skrifuð af kunningja eða vini Björgólfs, eða fréttatilkynning Björgólfs sé höfð rétt eftir. 

Það er merkilegt hvernig þessir útrásarbarónar hegða sér, félag Björgólfs Novator  sendir tilkynningu á fjölmiðla, og svo er málið bara búið?  Hvenær svarar hann spurningum sem fólk vill fá svör við?  Hvenær byrja blaðamenn að spyrja spurninga?  Hver borgar laun blaðamannanna?  Vilja þeir vita svörin? 


mbl.is Allur arður Björgólfs til kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við eigum í stríði við mafíu!

Sigurður Haraldsson, 22.7.2010 kl. 00:35

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst þetta allt frekar öfugsnúið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.7.2010 kl. 00:47

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Fagurgali í falsettó. Akkurat, er til of mikils mælst?

Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2010 kl. 01:02

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ætlar hann kannski að borga Icesave skuldina?

Þráinn Jökull Elísson, 22.7.2010 kl. 01:30

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Góð spurning hjá þér!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.7.2010 kl. 09:01

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Vel spurt hjá þér!

...en hvað ef það verður enginn arður...hvað ef það verður bara tap?

En vonnadi mun þetta ganga vel til að e-ð takist að bæta upp í þann skaða sem hann hefur valdið þjóðinni. 

Marta B Helgadóttir, 22.7.2010 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband