24.7.2010 | 00:38
„Ég þekki þingið.“
Þannig skýrir Össur það út hvernig hann greinir þennan aukna stuðning við ESB, maðurinn ætti kannski að staldra við hérna á Íslandi í nokkrar vikur og ganga um bæinn og tala við fólkið.
Þá gæti hann kannski lært að þekkja skoðanir okkar fólksins, fólksins sem hann kýs að forðast þessa dagana. Að þekkja þingið, hefur ekki gagnast sitjandi stjórn. Við fólkið fáum að segja álit okkar á inngöngu í ESB, hann virðist ekki skilja að mikill meirihluti fólksins er á móti inngöngu í ESB.
Aukinn stuðningur við aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Össur tilheyrir kynslóð forræðishyggjustjórnmaálmanna. Þeim dettur aldrei í hug að spyrja fólkið. Þeir álíta það sitt hlutverk að ákveða það fyrir fólkið hvað þeim er fyrir bestu. Reyndar finnst mér löngu tímabært að umorða þetta þannig að í firringu sinni eru þeir komnir svo langt frá fólkinu að þeir eru farnir að líta á almenning eins og hvern annan hlut sem þeim er frjálst að ráðstafa eins og þeim sýnist. Það sýnir sig best í því hvernig þeir átta sig ekki á því að samfélagið er byrjað molna undan þungum byrðum þeirra eigin græðgishyggju sem þeir ætla almenningi að næra.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.7.2010 kl. 01:09
Forræðishyggjustjórnmálamenn eru vonandi deyjandi þjóðflokkur, við þurfum fleiri þingmenn eins og Þór Saari , Birgittu Jónsdóttur og Margréti Tryggvadóttur. Þá væri okkur sem þjóð borgið.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.7.2010 kl. 01:29
Sammála,mikið hugsum við svipað Jóna Kolbrún,ég þekki þingið,var mín fyrsta hugsun og útfrá því setti ég ath.semd hjá Jóni Val.
Helga Kristjánsdóttir, 24.7.2010 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.