Ekki hlusta þennan Bjarna Ólaf

Hann er haldinn hugtakavillu.  Samkvæmt minni greiningu er þetta ekki "stærsta brekka á Íslandi"  Fjöldi fólks á svæðinu stækkar brekkuna ekki.  Ef maður skoðar myndir af Herjólfsdal, virkar hann frekar lítill á mig. 

Þegar ég var að keyra heim úr vinnunni rétt fyrir miðnætti heyrði ég þennan brekkusöng í  bílnum mínum, ég hefði haldið að forsöngvari í svona fjöldasöng þyrfti að vera lagviss. 

Ég er ein af þeim sem aldrei hef farið á útihátíð og sakna ég þess ekki neitt.  Ekkert af börnunum mínum hefur heldur farið á svona drykkju-fíkniefna skemmtanir.  Sem betur fer. 


mbl.is Stærsta brekka á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Já maður verður að vera neikvður. Hann heitir jú AJh. og er í nahyrðinni.

K.H.S., 2.8.2010 kl. 03:23

2 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Jóna Kolbrún mér er hugleikið að leggja orð í belg og sérstaklega þar sem þú upplýsir að þú hafir "aldrei" verið viðstödd svona "skemmtanir" með þínum útlistingum eins og það sé einhver bannfæring. Ég er Eyjakona..fædd og uppalin á þessu svokallaða "skeri" sem margir hverjir kalla okkur. Þ.E þið sem aldrei hafið komið eða séð þá dýrð sem blasir við okkur Eyjamönnum frá degi til dags. Þvílík náttúrufegurð og ég fæ mig aldrei fullsadda af henni..Þið... þá á ég við þá sem aldrei, hafa stigið land á Heimaey og gerið eins lítið úr henni, sem ekki þekkja til staðarhátta né hafa litið fegurð eyjanna okkar.

Talandi um útihátíðir...jú vissulega hefur þetta allt breyst í tímanna rás en ekki hvað?

Við verðum að fylgja tímanna rás en að það sé til eitt orð yfir þessa hátíð að hún sé bara(svo ég vitni í orð þín )"Ég er ein af þeim sem aldrei hef farið á útihátíð og sakna ég þess ekki neitt. Ekkert af börnunum mínum hefur heldur farið á svona drykkju-fíkniefna skemmtanir. Sem betur fer". (tilvitnun lýkur)

Athugaðu eitt mín kæra..þjóðhátíð er mikil merking fyrir okkur sem hér á Heimaey búum og við höldum í hefðirnar. HVer einasta fjölskylda í þessum næstum 5 þúsund manna samfélagi heldur þessa hátíð miðað við sína forfeður frá alda öðli.

Hvað svo sem hefur breyst gegnum tíðina er ekki okkur Heimaeyjabúum um að kenna.Hér áður fyrr birtust myndir í sjónvarpi frá viðbjóðnum sem oftar en ekki fylgir "aðkomufólkinu" en ekkert um hvernig við Eyjamenn höldum þjóðhátíð í hvítu tjöldunum.

Ég get sagt þér mín kæra að undirbúningur fjöldskyldna byrja a.m.k 3 vikum fyrir hátíðina. Og það er mikið í lagt fyrir fjölskyldurnar hér á Heimaey.Allir sem einn vilja gera sitt besta til að allt gangi upp og allir eru velkomir. En...og þá segi ég EN....Þeir sem hafa gert myndina ekki fallega á stundum er það fólk sem kemur til Eyja á þessa hátið í 4 til 6 daga og það getur vissulega skekt myndina á þeirri hátíð sem við Eyjafólk erum að búa okkur til frá ári til árs.

En sem betur fer Jóna Kolbrún eru þar fáir sem eyðileggja en stundum er það nóg. Yfir höfuð eru þetta allt saman frábært fólk og komið til að skemmta sér og hvað mín reynsla segir er það: "AÐ þeim finnst ekkert skemmtilegra en koma í heimsókn í tjöldin okkar hvítu og syngja með okkur Eyjamönnum og njóta í kjölfarið gestrisni okkar enda er þetta fólk upp til hópa frábært ungt og gott fólk.Ég er 56 ára og hef upplifað þær margar vittu til. Ég spila meira að segja á gítar og veistu eitt..ef þú kannt það þá eru þér allir vegir færir..þú ert það vinsælasta í núinu og njóttu meðan þú getur segi ég bara.... 'i dag er ég nýkomin heim með barnabörnin og búin að skila einu heim eftir þennan síðasta dag þjóhátíðar okkar Eyjamanna og ég er stolt yfir því hversu vel til tókst Jóna Kolbrún. Vegna þess að það er staðið vel að undirbúningi og við Eyjmenn kunnum lag á þessu gegnum "öll þessi ár" sem Þjóðhátíð hefur verið haldin í Herjólfsdal. Komdu fyrst og dæmdu svo...ég býð þér í kaffisopa...;)

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 2.8.2010 kl. 05:34

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Ég hef farið á Þjóðhátíð og ég verð að segja, að eftir allt „hype“-ið varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Bara alls ekki merkilegri samkunda en hver önnur, nema síður sé. Dalurinn breytist t.d. í draugadal á daginn. Örugglega gaman fyrir einhverja viðstadda að sitja uppi í brekku og syngja með fjöldanum, en að fara að útvarpa þessu er rugl. Hver nennir að hafa Nonsens gaulandi heima í stofu í heilan klukkutíma?

Brjánn Guðjónsson, 2.8.2010 kl. 06:51

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég hef þrisvar komið til Eyja og þar af einu sinni á þjóðhátíð.  Það er langt síðan, líklega 1957 eða 8 og við félagarnir vorum að horfa eftir stelpum en þarna voru bara kerlingar að okkur fannst. 

Líklega hafa þær þó verið flestar á blómstur tímanum eða á bilinu milli 26 og 56 ára, + - 8.  En þar sem það var lítið um stelpur þá fórum við félagi minn að klifra og hann kenndi mér að spranga og hvernig ætti að komast upp í forn matarbúr þeirra eyjamanna enda hann ættaður úr Eyjum.  

Ég þarf að fara að líta á þetta svæði aftur, kom þar síðast í höfnina 1961 á Hugin frá Sandgerði og var á leið til Reykjavíkur að elta stelpuna sem ég fann í Atlavík og er konan mín enn í dag. 

Þakka þér Jóna Kolbrún og svo þér Kolbrún Harpa fyrir tækifærið.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.8.2010 kl. 07:50

5 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Mér þykir leitt Brjánn að þér hafi fundist "svo vitnist í þín orð"að eftir allt „hype“-ið varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Bara alls ekki merkilegri samkunda en hver önnur, nema síður sé". (tilvitnun lýkur)

og í lok þessarar yfirlesningar og fleirri stendur alltaf nærri hjarta mínu að spyrja: Til hvers komstu?Hvers óskaðirðu. Hvers vegna?

En þó svo ég sé fædd og uppalin í Eyjum og farið á allar nema 2 þjóðhátíðir gegnum tíðina. Þá er ég þér sammála með dagskrár-athugasemdina fyrri part dags.Og ég er viss um að þessi tilmæli verða tekin til greina og endilega senda nefndarmönnum þjóðhátíðar svona tilmæli. Þú hefur minn stuðnig.Með bestu kveðju frá Eyjum

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 2.8.2010 kl. 08:15

6 Smámynd: K.H.S.

Að vera á þjóðhátíð í Eyjum er engu líkt Það þarf enginn aæ vera undir áhrifum jil að skemmta sér þar konunglega, Eyjmenn kunna að taka á móti gestum

K.H.S., 2.8.2010 kl. 08:42

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Daddi Diskó búin að fá sér einum of marga og Árni ætíð verið kunnur fyrir að <urfa ætíð að bæta um betur. Sammála þér um þetta með "stærstu brekkuna", annars.

Þjóðhátíðin er auðvitað flókið fyrirbæri. Margir heimamenn "flýja upp á land" til að losna við það sem þeir sjá sem fylliríshátíð í stað fjölskylduhátíðar eða íþróttahátíðar sem samkoman einu sinni var. Flestir Eyjamenn halda samt enn í drauminn og rómantíkina sem birtist svo vel í brekkusöngnum.

Fyrir öðrum eyjamönnum er hátíðin vertíð. Hamborgararnir og pizzurnar hækka og okrið er augljóst. - Sumir gestir ofan af landi, jafnvel þótt þeir hafi komið á þjóðhátíð mörgum sinnum, hafa samt aldrei "komið til Eyja" í raun og veru. Náttúran fer gjörsamlega fram hjá þeim í vímunni af brennivíni eða dópi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.8.2010 kl. 09:55

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Að ræða þetta mál og komast að niðurstöðu er álíka og að ræða trúmál, fólk er ekki sammála. Hver og einn hefur sína upplifun.  Tvö af mínum börnum hafa verið á þjóðhátíð í nokkur skipti og fannst alveg frábært að vera í Eyjum, ég er viss um að þetta er yndislegt fyrir flesta. Ég hef reyndar aldrei í Eyjar komið en vonandi á ég eftir að bæta úr því núna þegar siglingin er orðin svona stutt, best að rakka ekki niður það sem maður þekkir ekki. 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2010 kl. 13:19

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég þakka gott boð, Kolbrún Harpa.  Ég hef aldrei komið til Vestmannaeyja, og er það ætlun mín að fara þangað fljótlega.  En ég er frekar fælin á fjölmenni, og sé ekki tilganginn með þessum útihátíðum.  Nema sem gróðafyrirtæki fyrir heimamenn..

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.8.2010 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband