Jón Gnarr var flottur, hann er svo hinsegin

Ég skrapp í bæinn í gærdag til þess að horfa á Gay-Pride gönguna ganga niður Laugaveginn, ég hef farið á hverju ári ásamt börnunum mínum og barnabörnum.

  Mér finnst þetta ágætis skemmtun og var ég ánægð að sjá að borgarstjórinn Jón Gnarr var á fyrsta bílnum sem keyrði niður Laugaveginn.  Ég styð þessa réttindabaráttu samkynhneigðra, ég vil ekki að fólki sé mismunað vegna kynhneigðar. 

Ég tók eftir því hversu mikil gleði var á Laugaveginum í gær, allir tóku þátt í gleðinni.  Þannig hefur það reyndar verið öll árin sem gleðigangan hefur verið við lýði...

 PS :  ég tek það fram vegna margra fyrirspurna ég er ekki samkynhneigð, þó ég sé með stutt hár.  Það er þannig af hagsýnisástæðum.  Vegna þess að ég hef mjög stutt hár á sumrin, spyrja mig margir hvort ég sé lesbía.  Það er ekkert lögmál að bara lesbíur séu með svona stutt hár!!!!


mbl.is Jón Gnarr leiðir gleðigöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Barátta samkynhneigðra eru orðin sjálfsögð réttindi nú á dögum. Í raun er þetta farið í andhverfu sína. Nú eru það hommahataranir sem eru komnir í skápinn en ekki hommanir. Ég samt benda þér á að jón Gnarr er ekki "hinsegins-hópnum". Hann er nefnilega í "öðruvísi genginu"- sem er í næsta hverfi við hinsegins liðið.

Brynjar Jóhannsson, 8.8.2010 kl. 04:04

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2010 kl. 14:07

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ó Gvöð, og ég sem hélt að þú værir trukkalessa. Zorrrrrí.

En hverjir mismuna samkynhneigðum nú orðið? Er ekki kominn tími til að styðja réttindabaráttu minnihlutahópa eins og Sjálfstæðismanna og sígauna?

Glaður yfir því að Gnarr er sloppinn úr skápnun og orðin Hvatarkona.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.8.2010 kl. 15:11

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég þakka þér nærgætnina Vilhjálmur Örn.  Ásdís   Brynjar það er hip og kúl að vera öðruvísi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.8.2010 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband