10.8.2010 | 01:36
Hormón í kjötinu?
Er hormónanotkun Bandaríkjamanna í kjötframleiðslu um að kenna? Er nautgripum, svínum og kjúklingum ekki gefin vaxtarhormón til þess að auka framleiðsluna? Og svo er fúkkalyfjum líka dælt í blessaðar skepnurnar til þess að fyrirbyggja veikindi? Eru þetta kannski flökkusögur? Maður spyr sig.
Stúlkur verða fyrr kynþroska en áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki bara spurning um matinn. Sjá t.d. þessa grein: http://www.nobreastcyst.com/shampoo.html
Púkinn, 10.8.2010 kl. 10:59
Ekki bara matur og sjampó, heldur einnig ýmsar plastvörur þ.m.t. pelar! Og nú síðast var að koma í ljós að efni sem eru algeng í pappírnum sem notaður er í greiðslukorta- og afgreiðslukvittanir, valda hormónatruflunum og krabbameini.
Ætli það sé tilviljun að sömu aðilar og framleiða barnavörur eru gjarnan stórir hluthafar í lyfjafyrirtækjum? Fyrst dæla þeir eitri í börnin svo þau verði veik og svo selja þeir "lækninguna", en á báðum endum raka þeir hinsvegar inn peningum.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2010 kl. 13:00
Sjáið myndina FOOD INC og þá kemur ykkur fátt á óvart um hið úrkynjaða samfélag sem um er rætt.
Snjalli Geir, 10.8.2010 kl. 14:17
Og næst þegar þið borgið með korti, afþakkið afritið af kvittuninni. Kassakvittanir sem nauðsynlegt er að geyma ætti að meðhöndla eins og hver önnur spilliefni: með gúmmíhönskum. (Eitrið berst gegnum húðina og inn í blóðrásina).
Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2010 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.