31.8.2010 | 01:02
Nýtt blogg, sem spennandi er að skoða
Leshópur sem fjallar ítarlega um Rannsóknarskýrslu Alþingis hefur nú opnað bloggsíðu á mbl.is http://rannsoknarskyrslan.blog.is/blog/rannsoknarskyrslan/
Markmið leshópsins er að fjalla um skýrsluna og halda úti opnum umræðum sem gagnast öllum sem hafa áhuga á lýðræðisumbótum, auknu gegnsæi og siðberðisbótum í m.a. fjármálakerfinu sem og stjórnsýslunni. Með opinni umræðu um þessi málefni er von hópsins að leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.
Ég vona að leshópurinn stuðli að lýðræðisumbótum og auknu siðferði, ekki veitir af.
PS: Ég er að lesa 4. bindið en hef haft allt of lítinn tíma til lestrar, svo á ég í erfiðleikum vegna þess að ég er ekki viðskiptafræðimenntuð. 4. bindið fjallar um verðbréfamarkaðinn og gjaldeyrismarkaðinn.
Athugasemdir
Frábært að heyra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2010 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.