Minn lífeyrissjóður, get ég sagt mig úr honum?

Ég er fylgjandi því að allir lífeyrissjóðirnir sæti rannsókn vegna fjárfestinga þeirra undanfarin 10 ár.  Tap lífeyrissjóðanna og skerðingar þeirra til lífeyrisþega er óhugnanlega mikil. 

 Ég held að alvöru rannsóknarnefnd sem skoðaði allar fjárfestingar lífeyrissjóðanna sé mjög mikilvæg.  Mér finnst það ekki vera hlutverk lífeyrissjóðanna að standa í áhættufjárfestingum. 

Mig langar til þess að vita hvort ég geti hætt að borga í þennan illa rekna lífeyrissjóð?   Og hvort ég geti hætt að borga félagsgjöld í verkalýðsfélaginu mínu?  Vegna þess að þessi félög virðast ekki gæta hagsmuna minna...


mbl.is „Málið skal sæta rannsókn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vita félagsmenn verkalýðssamtakanna af því hvað forystan aðhefst?

Þá er það orðið opinbert. Stjórn HH var dregin á asnaeyrunum í tvær vikur af getulausu stjórnkerfi. Það glæddist með okkur smá von er fulltrúar okkar urðu vitni að því þegar hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum húðskammaði forkólfa fjármálakerfisins á fundi í Þjóðmenningarhúsinu á miðvikudagskvöld. Þeir voru reiðir, það fór ekkert á milli mála. Þeir voru reiðir af því þeir voru að fá hitann frá almenningi. Hita vegna afglapa og þvermóðsku fjármálaaðalsins. Jóhanna má eiga það að hún lætur þó vita að ríkisstjórnin ætlar að gefast upp.

ASÍ og svonefnd Samtök Atvinnulífsins tóku að sögn hamskiptum eftir ofangreindan fund þegar vondu stjórnmálamennirnir sviku lit. Í kjölfarið hafa þeir tekið í taumana. Er ríkisstjórnin að láta verkalýsforystuna og samtök atvinnulífsins segja sér fyrir verkum? Hvaða hótunum ætli þeir hafi beitt? Vita félagsmenn þessara samtaka af því hvað forystan aðhefst? 

Sjá meira á heimasíðu Hagsmunasamtaka Heimilanna eða á http://www.svipan.is/?p=13631   Fróðleg lesning fyrir alla...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.10.2010 kl. 00:43

2 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Varðandi lífeyrissjóðina, þá er skylda að greiða í slíkan sjóð ef þú ert á vinnumarkaði.  Síðan hafa allnokkrir verið svo ráðdeildarsamir að þeir hafa greitt í séreignalífeyrissjóði til þess að spara til elliáranna.

Að sumu leyti fólst skítaredding ríkisstjórnarinnar vegna skuldsettra heimila í því að gefa fólki sem var aðframkomið fjárhagslega vegna hrunsins leyfi til þess að taka út hluta af séreignasparnaði sínum.  Þ.e.a.s. ef sá sparnaður hafði ekki brunnið upp í hruninu, eins og gerðist hjá svo mörgum.

Þannig að nú á þetta fólk engan varasjóð þegar kemur fram á efri ár.  Þetta er ekkert annað en skattheimta frá hendi ríkisstjórnarinnar.  Og næst á að skattleggja þennan sparnað...... Ég segi nú bara, það litla sem þessi þjóð hefur reynt að spara, virðist eiga að fara í einhverjar reddingar vegna hrunsins.

En ég er sammála þér, það ætti svo sannarlega að rannsaka lífeyrissjóðina.  Það er alveg hreint með ólíkindum að flestir æðstu stjórnarmenn flestra lífeyrissjóða eru atvinnurekendur en ekki launþegar.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 18.10.2010 kl. 10:57

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég var ekkert hrifin hér eftirsíðustu þjóðarsátt að samið var um að í staðbeinnar launleiðréttingar mætti fólki velja um  2% og 4% séreignarlífeysparnaði  á móti atvinnrekenda eða fá ekkert. Ég neyddist þess vegna að taka þetta hinsvegar ef ég hefði fengið þetta útborgað hefði ég verið búin að greiða niður lánið hjá mér 2007. 

Í heimabankanum var svo hægt að  sjá aukan 3,0%   5,0% og 8% raunávöxtun  3,0% geta aðeins lítill hópur milla fengið erlendis.   Hinsvegar var ætlunin að hala þessu inn á óvertyggðu íbúðlanum sem vaxa harðar en verðbólgan og þyngjast þvess vegna þótt laun séu verðtrygð.  Þá eiga skila 8% ef verðbólga í miklum sveiflum á milli mánaða og verðbólga svipuð og í London á lánstímanum.

Leið og opnað verður fyrir gjaldaeyrir stofna ég reikning í banka erlendis á netinu. 

Júlíus Björnsson, 20.10.2010 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband