22.10.2010 | 00:57
Bót fyrir bættum kjörum
Ég hef fylgst með þessu félagi Bót. Þetta er aðgerðahópur um bætt samfélag.
Ég er sammála þeim að það þarf að reikna út framfærslugrunn, þannig að engin manneskja þurfi að standa í biðröð til þess að fá nauðþurftir.
Það eru sjálfsögð mannréttindi að fólk eigi fyrir mat og þaki yfir höfuðið..
Mér finnst það til skammar fyrir stjórnvöld að hundruð manna þurfi að standa utandyra í biðröðum eftir matarpökkum frá líknarfélögum.
Þessi þykistu vinstri-velferðarstjórn hefur í reynd verið hægri-helferðarstjórn...
Bót vill bætt samfélag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heil og sæl; Jóna Kolbrún, æfinlega !
Ég vil taka undir; með þér. Þau Bótar fólk; eru verðug virðingar mikillar, fyrir látlausa, en jafnframt einarðlega málafylgju, allra sinna aðgerða.
Heiður einn; að mega telja þau, til okkar ærlegustu samborgara, Jóna mín.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 01:15
Það loga ljós viða Jóna mín,á Íslandi búa góðar menneskjur,þessi munu áorka miklu.
Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2010 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.