Viðskiptavinir mínir eru sammála þessu

Þegar sölutölur eru skoðaðar á barnum þar sem ég vinn, tapar Tuborg alltaf. 

 Þeir bjórar sem bera af í bragðgæðum eru eftirfarandi, Pólarbjór af krana, Pólarbjór í dós. 

 Þar á eftir kemur Stella Artoise í flösku, sá bjór hefur ekki fengist á barnum í nokkra mánuði.

Sá bjór sem virðist vinsælastur á eftir Pólar kranabjórnum er Egill Sterkur, ef ég miða við sölutölur,....


mbl.is Vondur danskur bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hefur styrkleiki eða verð ehv. með þetta að gera frekar en bragð. Var að velta fyrir mér hvort ég ætti að vera með vangaveltur. Ég kaupi Lite oftast,þar spilar textinn inn í:"Hitaeiningaskertur-- 29 kkal í 100ml.´

Helga Kristjánsdóttir, 23.10.2010 kl. 12:48

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ugh, Polar er eitt það versta sull sem ég hef smakkað. Er það ekki frekar verðið sem ræður?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.10.2010 kl. 18:21

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nei verðið virðist ekki skipta miklu máli...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.10.2010 kl. 23:25

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Lite bragðast eins og gamalt vatn!!  Hann er ódrekkandi að mínu mati :) 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.10.2010 kl. 23:25

5 Smámynd: Vendetta

Mér finnst bæði Tuborg (sem tappaður er í Danmörku, ekki Íslandi) svo og Carlberg og síðan Nyborg blaa ágætir bjórar (4.9%), betri en Carlsberg og alls ekkert verri en Beck's. Bæði Heimeken ogStella Artois er allt of þunnt og ég er heldur ekki hrifinn af 1664. Corona og Sol eru mjög þunnir og bragðlitlir, en ég læt mig hafa að drekka það þegar það er það eina sem er á boðstólum. Yfirleitt er ég ekki hrifinn af ljósum bjór eða dauðum bjór úr krana, þótt áfengismagnið sé yfir 4%. Áfengismagnið virðist vera mikilvægt, en er ekki afgerandi, heldur aðallega bragð og fylli. Semsagt uppífun meðan maður drekkur hann. Samt bragðast Guld Tuborg betur en Grön Tuborg, og Elefant betur en Hof, að mínu mati.

Uppáhald mitt var einu sinni Newcastle Brown Ale, en svo fóru þeir að sía hann og þá varð hann bragðlausari. Aðrir dökkir bjórar falla mér mjög vel í geð (Guinnes, Gamle Carlsberg, Negro Modelo), en mismikið eftir tegundum. Svo er það Real Ale frá Vestur-Englandi, sem settur er á eikartunnur, sem er bezti bjórinn að mínu áliti og sá eini sem hægt er að drekka við stofuhita (fer samt eftir tegund).

Íslenzku bjórarnir er ódrekkandi óþverri. Ég vil ekki móðga líkama minn með því að drekka það bragðvonda hland. Íslendingar kunna ekki að brugga góðan bjór og ættu að láta það öðrum eftir. Auk þess ætti Ríkið að selja fleiri tegundir af bjór og á sanngjörnu verði. Én ég býst ekki við því að það verði nokkurn tíma.

Vendetta, 24.10.2010 kl. 21:05

6 Smámynd: Vendetta

Það átti að sjálfsögðu að standa Heineken en ekki Heimeken og Guinness en ekki Guinnes.

Vendetta, 24.10.2010 kl. 21:09

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst Guinness bjórinn bara góður í gömlu verksmiðjunni.  Þar er bar á efstu hæðinni, þar fékk ég eina drekkanlega Guinness bjórinn, ég man líka eftir Newcastle Brown Ale, hann var mjög bragðgóður...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.10.2010 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband