5.11.2010 | 01:33
Ekki lak úr tunnunni sem ég barði
Ég ætla að segja ykkur frá því hvers vegna ég mæti og tromma á tunnur, ég er ein af tunnuterroristunum sem hafa verið að valda hávaða hér og þar um borgina undanfarnar vikur...
"
Ég reikna með að þeir séu miklu fleiri en ég sem eru búin að fá miklu meira en nóg að finna veskið þynnast á meðan tíminn líður undir flokks- og sérhagsmunabaráttu sem fram fer á stjórnarheimilinu. Sambandsleysið og vanhæfnin við að vinna hagsmunum lands og þjóðar eitthvert gagn hefur verið gríðarleg nokkur undanfarin ár en þó tæplega eins himinhrópandi eins og nú." þetta er fengið að láni hjá Rakel Sigurgeirsdóttur...
Olía lak úr mótmælatunnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Krafa okkar sem höfum mótmælt er þessi, " Utanþingsstjórn er ætlað það forgangsverkefni að vinna gegn því heilsuspillandi og lífshættulega ástandi sem íslensk stjórnmálastétt hefur skapað og viðheldur með ráðþægni sinni við peningaöflin á kostnað okkar almennings." líka ættað frá Rakel Sigurgeirsdóttur...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.11.2010 kl. 01:37
Vanhæf ríkisstjórn! Í hópnum sem bíður sig fram til stjórnlagaþings,eru vel hæfir og skilningsríkir einstaklingar. Það er gamaldags en bjargar okkur að kjósa einlæga föðurlandsvini óháða elitunni.
Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2010 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.