3.2.2011 | 01:23
Það er fokið í flest skjól
Til hamingju Steingrímur J Sigfússon, þú hefur lagt SjálftökuFLokkinn að fótum þér. Núna þarf bara að fara í nokkrar hrókeringar, til þess að borga fyrir greiðann...
Ætli LÍÚ, og klíkan þeirra, viðskiptaráð, og klíkan þeirra, bankastjórnendur, og klíkan þeirra og ýmsir aðrir hagsmuna-aðilar þeirra SjálftökuFLokksmanna styðji þessa svika vinstri stjórn, sem svikið hefur fólkið í landinu, okkur skattgreiðendurna?
Það þarf að fara í lagabreytingar og gera svona svik við kjósendur ólögleg, svo þarf að þinglýsa kosningarloforðum og láta stjórnmálamenn standa við kosningarloforðin....
Fagnar afstöðu sjálfstæðismanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir eru að verja hagsmuni sína,en ekki þjóðarinnar,á launum. Þeir eru leiðir á Icesave,hvað með okkur ,sem erum fyrir löngu orðin leið á klabbinu,en berjumst samt,vegna hagsmuna og heiðurs okkar Íslendinga. Kv. Ætla í mótmæli á morgun.
Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2011 kl. 03:42
"Það siðferðilega álitamál sem ekki hefur heldur verið nægilega rætt, er hvort það sé yfirhöfuð réttlætanlegt að velta skuldum einkafyrirtækis yfir á almenning í landinu. Í tilfelli Landsbankans hf. er um að ræða fyrirtæki sem virðist ekki eingöngu hafa staðið að rangri upplýsingagjöf til eftirlitsaðila og almennings heldur einnig tekið stöðu gegn krónunni í gjaldmiðlaskiptasamningum. Bankinn virðist einnig hafa verið hreinsaður að innan af stjórnarmönnum, eigendum og aðilum tengdum þeim, þar sem viðhorfið virtist vera að innstæður í bankanum væru eign eigenda bankans. Leiða má líkur að því að Landsbankinn hafi verið rekinn í glæpsamlegum tilgangi af eigendum og stjórnendum og það er því algerlega óforsvaranlegt að yfirvöld á Íslandi skuli ekkert hafa gert til að frysta eigur þeirra sem voru í stjórn og stóðu að ákvarðanatöku bankans."
http://www.svipan.is/?p=21360
Margrét Sigurðardóttir, 3.2.2011 kl. 05:07
Já Margrét,það eru einhver tregðulögmál ,ef,orða má það svo í gangi,eða bara áratuga seta þeirra sem eru í stjórninni,á Alþingi,sem markað hafa yfiráðaálit þeirra á sér,þannig að okkur varði sem minnst um þeirra gerðir,hvort sem þau eru óbreyttir eða ekki. Það verkar eins og ég og flokkurinn minn,ekki Ísland. Það má glöggt lesa af þegar þau brýna samflokksmenn sína,allt er helgað því að xd eða xb komist ekki að,eða séu leynd mikilvægum upplýsingum. Ja mikið þurfum við að setja í stjórnarskrá.verði hún rituð upp á nýtt.
Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2011 kl. 06:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.