Áttræð kona tjáir sig um IceSlave lll

 Er þetta amma þín eða kannski amma vinar þíns?  Ég vil hvetja alla til þess að hlusta á þetta símtal sem Guðrún áttræð kona átti við útvarp sögu.  Það er ekki annað hægt en að hlusta á hana, þessi gamla kona er meira virði en flestir alþingismenn okkar, og aðrir stjórnendur í þjóðfélaginu sem hafa svikið og stolið af okkur fólkinu sem borgar skattana....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir Jóna Kolbrún,þú ert svo klár. Það er átakanlegt að hlusta á þrungna rödd aldraðrar móður(égverð nú 77 í ágúst). Dettur í hug texti úr söng villiandarinnar;'Ó flýið þið börn mín til framandi landa; osfrv. eftir að andamamma varð fyrir skoti veiðmanns.

Helga Kristjánsdóttir, 7.2.2011 kl. 23:38

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

SÖNGUR VILLIANDARINNAR

Í vor kom ég sunnan með sólskin í hjarta,
hún seiddi mig dýrðin á landinu bjarta.
Ó, íslenska byggð, þú átt ein mína tryggð.
Ó, íslenska byggð, þú átt ein mína tryggð.

Ég byggði mér hreiður við bakkana lágu
og bjó þar með ungunum, fallegu, smáu
í friði og ást sem að aldreigi brást,
í friði og ást sem að aldreigi brást.

Og bóndinn minn prúður á bakkanum undi.
Hann brosti við ungunum léttum á sundi.
Þeir léku sér dátt, og þeir döfnuðu brátt.
Þeir léku sér dátt, og þeir döfnuðu brátt.

En dag nokkurn glumdi við gjallandi seiður,
Það glampaði eldur, ég flúði mitt hreiður.
Og bóndinn minn dó, þá var brostin mín ró.
Og bóndinn minn dó, þá var brostin mín ró.

Og annar minn vængur var brotinn og blóðið
með brennandi sársauka litaði flóðið.
Ég hrópaði hátt út í heiðloftið blátt:
Ég hrópaði hátt út í heiðloftið blátt:

"Ó flýið þið börn mín til framandi stranda,
með fögnuði leitið þið öruggra landa."
Svo hvarf hún mér sýn ljúfust hamingjan mín.
Svo hvarf hún mér sýn ljúfust hamingjan mín.

Við íslensku vötnin er fegurð og friður
og fagnandi ríkir þar vornæturkliður.
Ef gefið þið grið, öllum fuglunum frið.
Ef gefið þið grið, öllum fuglunum frið.

Texti: Jakob V. Hafstein

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.2.2011 kl. 00:21

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Hvað ætli töffararnir hugsi,ef maður viknar?En tifinninga skalinn er í lagi tel ég hafi maður hann allan.

Helga Kristjánsdóttir, 8.2.2011 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband