Er þetta ástæðan fyrir hugarfarsbreytingu Bjarna Ben og SjálfsstæðisFLokksins

Ég rakst á þetta á Http://www.svipan.is 

 Þetta snýst um 8. greinina sem felld var burt úr nýja IceSlave III samninginum. 

Svona hljóðar hún 8. greinin.

"

8. gr. Endurheimtur á innstæðum.
Ríkisstjórnin skal þegar í stað grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana sem þarf til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana. Í þeim tilgangi skal ríkisstjórnin fyrir 15. október 2009 hafa frumkvæði að samstarfi við þar til bæra aðila, m.a. yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu, og óska aðstoðar þeirra við að rekja hvert innstæðurnar af Icesave-reikningunum voru fluttar. Ríkisstjórnin skal fyrir árslok 2009 semja áætlun um hvernig reynt verður að endurheimta það fé sem kann að finnast.
Í því skyni að lágmarka ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum skal ríkisstjórnin einnig gera ráðstafanir, í samráði við þar til bæra aðila, til þess að þeir sem kunna að bera fjárhagsábyrgð á þeim skuldbindingum sem stofnast hafa vegna Icesave-reikninganna verði látnir bera það tjón."

 Þarna er búið að tryggja að ekki verði gengið að ábyrgðarmönnum hrunsins...


mbl.is Ánægður með að Icesave-lög voru samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Já, það er augljóst nú. Þetta var það sem ríkisstjórnin og Sjálfgræðisflokkurinn reyndu að leyna þjóðinni. Við héldum að umskiptin hefðu orðið vegna baktjaldamakks um kvótakerfið, en svo var það eitthvað ennþá viðbjóðslegra. Friðhelgi vinanna frá sakamálarannsóknum í sambandi við IceSave-þjófnaðinn. Spillingin í sambandi við IceSlave III verðu æ ljósari og ef Ólafur Ragnar fer að samþykkja þennan svikasamning, þá munum við hefja herferð gegn því að hann verði kosinn næst. Að staðfesta samninginn yrði ekki aðeins svik við allt sem er heiðarlegt heldur líka þjónkun við þrælslund hinna lágkúrulegu alþingismanna.

Vendetta, 20.2.2011 kl. 00:37

2 identicon

Heil og sæl; Jóna Kolbrún - sem og, aðrir gestir, þínir !

Skuggalegt er það; fornvinkona góð.

Fullt tilefni; til skelfilegrar borgara styrjaldar, taki Ólafur Ragnar, ranga ákvörðun, þegar þar að kemur.

Mjög; mjög, drungalegt, vægt; til orða tekið.

Með beztu kveðjum, sem æfinlega /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband