29.3.2011 | 01:19
Hvað með eigin tvískinnung?
Bjarni "vafningur" Benediktsson er sjálfur haldinn tvískinnungi.
Hann ásamt föður sínum seldi allt sitt hlutafé í Glitni korteri fyrir hrun, stuttu eftir að alvarlegt ástand íslensku bankanna var kunngjört...
Þeir feðgar gátu losað um tæplega 1.000.000.000. Þeir voru ótrúlega heppnir.
Ég bara spyr, hvaðan er þessi auður fenginn? Kannski með sjálftöku? Eða unnu þeir fyrir hverri krónu?
Maður spyr sig...
ps: Svo eru það vafningsviðskiptin við Wernesbræðurna.... eðlilegt eða hvað finnst þér?
Tvískinnungsháttur hjá VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ps: ég tek það fram að þetta er fyrir utan allar aðrar eigur þeirra feðga. Hvernig getur þessu fólki liðið vel? á meðan aðrir svelta í þessu rotna spillta þjóðfélagi, hafi þeir skömm fyrir sjálftökuna...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.3.2011 kl. 01:41
Bjarni B. er ömurlegt viðrini eins og flestir hans samflokksmenn. Það tekur því varla að eyða orði á svona hálfvita. Þetta pakk veður í peningum og ætlast núna til þess að bankarnir afskrifi megnið af skuldum N1 og BNT þ.a. þeir geti haldið sínu siðlausa sukki áfram.
Guðmundur Pétursson, 29.3.2011 kl. 02:06
Er þetta rétt með farið? Komið með vísbendingar!
Eyjólfur G Svavarsson, 29.3.2011 kl. 09:33
Nei þeim getur ekki liðið vel, nema þeir séu siðblindir, sem þeir sennilega eru ásamt þessu sjálftökuliði sem situr og makar krókinn á kostnað annara. En er þetta ekki komið í rannsókn eins og mál Guðbjargar Matthíasdóttur? Það þarf að rannsaka öll þessi skrýtnu mál þegar menn tóku út allt sitt korteri fyrir hrun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2011 kl. 11:12
Eyjólfur hérna er mín "heimild" http://www.dv.is/frettir/2011/3/28/bjarni-ben-seldi-bref-sin-i-glitni-i-februar-2008/
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.3.2011 kl. 22:05
Vakna um miðja nótt og lesa þetta. Ísland í dag,eins og Ísland í gær. Skrefin fram á við, NO. 1 fella Icesave-óværuna.Nú verðum við öll að vinna.
Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2011 kl. 06:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.