5.4.2011 | 02:11
Glæpsamlegt framferði
Mér finnst fyrir það fyrsta það að blekkja fólk og láta það halda að þetta gæludýrafóður sé framleitt á Íslandi.
Ég hef keypt þetta fóður fyrir dýrin mín 4, 3 ketti og 1 hund, í þeirri trú að ég væri að kaupa gæðavöru framleidda á Íslandi...
Hvernig ætli maður beri sig að ef maður geymir fóðrið í plastílátum? Ég geymi ekki poka undan fóðri sem ég er búin að opna...
Ég er nýbúin að fjárfesta í 12 kílóa poka af fóðri fyrir hundinn minn og 7 kílóa poka fyrir kettina mína?
Skamm Lýsi, þetta eru vörusvik að mínu mati....
Gæludýrafóður innkallað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já ég hélt líka að þetta væri íslensk framleiðsla. En reyndar vilja mín dýr ekki þessa tegund. Og fegin er ég núna.
Dagný, 5.4.2011 kl. 08:56
Dýralæknirinn tengdadóttir mín var búin að vara mig við þessu fóðri, hún sagði mér að dýr hefðu hreinlega veikst af þessu fóðri. Ég keypti því alltaf Murr sem er frábært hágæðafóður framleitt hér í Súðavík, svo er líka til Urr sem er fyrir hunda. Allt úr íslensku hráefni og framleitt af íslendingum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2011 kl. 09:20
Hvað er ,cinuric, sýra? Ég var að hugsa um hvernig hún getur ratað í framleiðsluna.
Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2011 kl. 12:06
Ég hef því miður heyrt mörg dæmi um að dýr hafi drepist vegna þessa fóðurs. Jóna skilaðu þessu bara og fáðu endurgreitt !
Högnar fá stíflur í blöðru og geta ekki pissað. Sýran myndar kristalla sem stífla þvagrásina.
Ég prufaði þetta aðeins en fór svo að heyra svo slæmt um þetta, talaði við dýralækninn okkar og hún bað mig lengst allra orða að gefa alls ekki þetta fóður.
Ragnheiður , 6.4.2011 kl. 00:53
ahh ég sé núna að þetta er ekki í pokanum, myndi samt tala við Bónus eða þá Lýsi
Ragnheiður , 6.4.2011 kl. 00:54
Öll dýrin mín hafa verið hrifin af þessu fóðri, éta það mjög vel. Ég ætla að skila því á morgun og kaupa annað fóður,..
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2011 kl. 00:55
Það á að fara með það í búðina sem það var keypt.... þegar svona er innkallað, þá fæst víst full endurgreiðsla frá versluninni...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2011 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.