10.4.2011 | 02:41
Til hamingju Ísland
Þessi meirihluti sem við erum að sjá núna verður vonandi líka í fyrramálið þegar við vöknum.
Það var gaman að vera í bænum með samherjum, það var fölskvalaus gleði sem ríkti bæði á Hótel Centrum og Esju barnum...
Mín spá var að atkvæði skiptust ca 60/40 en við verðum að spyrja að leikslokum..
Íslendingar eru frábær þjóð....
Yfir 58% hafna Icesave-lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl
(með smá fyrirvara) :)
Ég vil óska þér til hamingju með sigurinn og það var virkilega gaman að hitta þig í kvöld -
Bestu kveðjur
HH
Halldóra Hjaltadóttir, 10.4.2011 kl. 03:21
Þakka þér fyrir að trúa mér og mér fyrir að trúa þér, verum sæl með ávinninginn, en málið er ekki alveg búið.
Hrólfur Þ Hraundal, 10.4.2011 kl. 03:44
Málið er auðvitað ekki búið. En það er núna í höndum skilanefndarinnar.
Auðvitað á að reyna að sjá til þess að uppgjörið verði farsælt.
Bestu kveðjur.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.4.2011 kl. 07:55
Auðvitað er málinu ekki lokið. En það er þó möguleiki núna að ljúka því með farsælum hætti, nokkuð sem ekki væri í stöðunni ef já-ið hefði haft betur.
Örn Gunnlaugsson, 10.4.2011 kl. 08:48
Núna ætti að ljúka málinu með eðlilegum hætti eins og gera ber þegar ágreiningur er uppi. Íslendingar vilja ekki að hægt sé að velta kröfum á einkabanka á samfélagið. Ljóst er að Ríkisstjórnin verður að víkja því hún hefur engan veginn traust þjóðarinnar eftir það sem á undan er gengið. Ég segi fyrir mitt leyti að stór þáttur í nei mínu var þessi Ríkisstjórn sem ég treysti til engra verka og tel ennþá dýrari okkur Íslendingum en Icesave getur nokkurn tímann orðið.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.4.2011 kl. 09:35
Mín kæra blog,vinkona,stærsti áfanginn að baki,´nýr krefst samstöðu og stuðnings áfram .
Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2011 kl. 10:01
Ég er svo stolt af forseta vorum og nú er ég full vonar við orð hans, hann er gáfumaður og veit hvað hann er að tala um. Heill forseta vorum og fósturjörð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2011 kl. 16:01
Til hamingju Jóna Kolla
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.4.2011 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.