11.4.2011 | 00:23
Rokið var mikið í dag
Ég bý á frekar skjólgóðum stað, og hef búið hérna í 20 ár.
þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem tré taka að falla hérna í nágrenninu.
Úti í garði féll mjög fallegt 30 ára gamalt Gullregn í dag, það er brotið alveg niður við rótina.
Um daginn féll mjög stór c.a 20 ára gömul Ösp, sem stendur fyrir framan húsið mitt, og mörg tré eru með svöðusár eftir brotnar greinar..
Borðið endaði í bílrúðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hleypti 86 ára konu út úr bílnum hjá mér,hún er lauflétt,en,vindkviða feykti henni upp og hún skall á göngu stíginn.Hún brotnaði blessunin fer í aðgerð í nótt. Ég hef alltaf gætt þess að fara með fólk upp að dyrum,þegar hálka er. En kári er lúmskur við höfðum sam mælst um að það hefði lægt mikið,það var þá helst Æ,æ
Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2011 kl. 00:50
Ég lenti í því að bílhurð fauk upp hjá mér í dag. Á bensínstöðinni minni kom vindkviða um leið og ég opnaði bílhurðina. Sem betur fer varð ekkert tjón á hurðinni...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.4.2011 kl. 01:24
Já þetta var dálítið svakalegt rok. Ég var í fermingarveislu í Reykjavík og hélt ég slyppi heim á Selfoss áður en rokið brast á. En ég lenti í alveg svaðalegu veðri strax í Lögbergsbrekkunni sem entist upp á Hellisheiði. Þar var veðrið alls ekki eins vont.
Dagný, 11.4.2011 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.