Financial Times

Ég hef stundum spurt mig í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um liðna helgi, hversvegna Financial Times og Wall Street journal og önnur fjármálablöð hafi staðið með okkur Íslendingum.

Þetta hlýtur að snúast um grundvallar atriði?  Það var allavega mín skoðun, ég vildi ekki samþykkja að borga IceSlave reikninginn vegna þessa að það var ekki réttlátt, sanngjarnt og jafnvel ólöglegt.

Ég held að tími Jóhönnu og Steingríms sem gengu erinda breta og hollendinga frá því að stjórnin tók við völdum fyrir rúmum 2 árum síðan sé löngu liðinn...

Þau kusu að gangast undir IceSlave samkomulögin, I II og III, það var sorglegt að fylgjast með því hversu fast þau sóttu að borga það allt í topp. Þrátt fyrir að um ólögvarðar kröfur væri að ræða....

Stjórnendur sem aftur og aftur eru vísir að stjórnarskrárbrotum ætti að setja af...

Ég skil ekki hvers vegna skrifa þarf nýja stjórnarskrá, væri ekki grundvallaratriði að fylgja þeirri sem við eigum í dag?

Maður spyr sig...


mbl.is Aðdáunarverð staðfesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Einarsson

Jamm ESB draumur Jóhönnu er búinn að kosta 2 ár.

Ragnar Einarsson, 13.4.2011 kl. 02:33

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einfalt...

Ameríkanar vilja ekki sjá á eftir okkur inn í ESB.  Það kemur að því að við þurfum að sporna fótum við þeim síðar.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2011 kl. 06:56

3 Smámynd: corvus corax

Samskipti okkar við Bandaríkin hafa alltaf verið með miklu betri og sanngjarnari hætti heldur en viðureign okkar við Evrópuhyskið. Dæmi um það er óbilgirni Norðmanna gagnvart rétti okkar til veiða á fiskitegundum sem ganga um íslenska fiskveiðilögsögu, mörg svokölluð þorskastríð við Breta til að sporna við yfirgangi þeirra á fiskimiðunum við Ísland, nýlendustefna Dana sem sífellt skýtur upp kollinum allt fram á þetta ár, o.s.frv. Það er illskárra að halda góðu sambandi við USA heldur en Evrópuhyskið þar sem fullkomnun drauma Hitlers um "þriðja ríkið" hefur birst í Evrópusambandinu. Eins og einhver orðaði það svo snilldarlega, "takið þátt í sameinaðri Evrópu - lærið þýsku".

corvus corax, 13.4.2011 kl. 08:03

4 Smámynd: Aðalbjörn Steingrímsson

Sæl Jóna. Núverandi stjórnarskrá er því miður ónothæf. Stjórnmálaflokkar ( x-D og x-B ) eru búnir að misnota hana á allan hátt, með embættisveitingum, hyglunum og hagsmunargæslu fyrir sína gæðinga, þannig að við þurfum nýja. Þessir flokkar berjast hart gegn nýrri stjórnarskrá, af augljósum ástæðum. Kv. 

Aðalbjörn Steingrímsson, 13.4.2011 kl. 08:56

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Erum við ekki orðin stærsta stjórnmálaaflið ,alla vega munu þeir sem veljast til forustu í framtíðinni,verða að taka tillit til þess,þótt í reynd sé fulltrúalíðveldi. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2011 kl. 13:11

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, maður spyr sig ????

Ásdís Sigurðardóttir, 13.4.2011 kl. 14:06

7 Smámynd: Eirikur

It's gonna cost Island a fortune.......Oh dear......

Eirikur , 14.4.2011 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband