17.4.2011 | 01:58
SA svíkur gefin loforð um skammtímasamning
Snýst ekki um launakjör heldur pólitík
SA skilyrti gerð skammtímasamnings sem lá á borðinu í karphúsinu í kvöld því að verkalýðshreyfingin færi með SA í stríð við ríkisstjórnina. Það átti að gerast með sameiginlegri yfirlýsingu um að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á því að þriggja ára samningur náðist ekki fyrr í dag. ASÍ og aðildarsamtök þess eru ekki tilbúin til þess enda ríkisstjórnina komið verulega til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar á allra síðustu dögum.
Auk þess lætur ASÍ ekki stilla sér upp við vegg. Alþýðusambandið og aðildarsamtök þess eru fullfær um að velja sér sína andstæðinga sjálft. Þá hefur það aldrei staðið til af hálfu ASÍ að ganga til liðs við SA í sjávarútvegsmálunum. Þessi deila um gerð kjarasamninganna snýst ekki lengur um kjör launafólks heldur pólitík. Af þessum sökum yfirgáfu fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar karphúsið á tólfta tímanum í kvöld."
Fengið af vef ASÍ í kvöld....
Það þarf að fara að losna við þetta landráðapakk, við höfum ekki efni á þessu lengur.... Burt með spillingarliðið, hvar sem það finnst.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.