Sorglegt dæmi

Ég er ekki sammála þessum Kristni Skúlasyni, að kaupmáttur launþega sé svipaður og hann var árið 1995.

Ég helda að fara þurfi aftur til 1982-1983 til þess að finna svipaðan kaupmátt og við erum að upplifa núna árið 2011.

Ég er búin að vera húsmóðir í rúm 30 ár og man ég ekki eftir svona slæmu árferði síðan árið 1982 eða 1983.

Eignaupptakan sem fólk á mínum aldri hefur orðið fyrir undanfarin 30 ár er með ólíkindum, það er ábyggilega heimsmet hversu miklu við íbúðareigendur höfum tapað vegna verðtryggingarinnar. 

 Það á ábyggilega eftir að dæma þennan þjófnað ríkisins frá íbúðareigendum ólöglegan.  Af alþjóða dómstólum.


mbl.is Ísland eins og það var 1995
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Enda er hann ekki að tala um kaupmátt, heldur neyslumynstur.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.4.2011 kl. 07:13

2 Smámynd: Aðalbjörn Steingrímsson

Neyslumynstur fer eftir kaupmætti hverju sinni.

Aðalbjörn Steingrímsson, 27.4.2011 kl. 11:25

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sífellt fleiri detta niður gegnum öryggisnet ríkisstjornarinnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2011 kl. 11:25

4 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Neyslumynstrið miðast við að nurla saman hverri krónu til að geta greitt af þessum klikkuðu lánum og leyfa sér fátt.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 27.4.2011 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband