Auðvitað á að fella þessa samninga

Þessir nýju kjarasamningar eru verkalýðsforystunni til háborinnar skammar. 

 Auðvitað á verkalýðurinn að fella þessa samninga. 

Ég er sammála að þessir samningar séu stórvarasamir. 

Það á ekki að semja til þriggja ára á þessum óvissutímum, það er ekki tímabært.

Svo er annað sem fer fyrir brjóstið á mér, það er að allt í einu um næstu áramót á að verðtryggja persónuafsláttinn. 

Þýðir það ekki það að ekki eigi að afnema verðtrygginguna, þrátt fyrir að öll skilyrði séu núna fyrir niðurfellingu á henni? 

Maður spyr sig

PS: Ég hefði viljað sjá verulega hækkun persónuafsláttarins og annað sem gagnaðist þeim lægst launuðu í þessum kjarasamningum...  t.d krónutöluhækkanir líka....  


mbl.is Vilja að launþegar felli samningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl já nákvæmlega það er það sem vantar því að alltaf þessi prósenta á launin þýðir einfaldlega að þeir sem eru með milljón fá 130.000kr á samningstímanum en þeir sem eru með tvöhundruð þúsund fá aðeins 26.000kr munurinn er því nær 100.000kr og það getur hver maður séð hvor aðilinn þarf á þeim að halda frekar!

Sigurður Haraldsson, 6.5.2011 kl. 01:25

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afnema verðtryggingu? Myndirðu ekki frekar vilja fá launin þín einfaldlega verðtryggð eins og þau voru einu sinni, heldur en að horfa á sama leikritið endurtekið með reglulegu millibili til þess eins að fá kannski að halda í við verðbólguna og þó varla það? Mundu að leikstjórinn, sviðmennirnir, og leikararnir starfa á þinn kostnað.

Ef brotist væri inn á heimili manns og þar framinn þjófnaður og skemmdarverk, væru þá rökrétt viðbrögð að biðja um launahækkun í vinnunni eða lægri skatta? Svo maður geti kannski bara borgað tjónið sjálfur...?  Þetta er það sem "aðilar vinnumarkaðarins" eru að bjóða okkur upp á í reynd.

Hvernig gagnast það þeim lægst launuðu að hækka persónuafslátt? Ég hef enn ekki skilið hvernig er gott að svelta þó það sé með hagstæðari afsláttarkjörum.

Krónutölur hafa akkúrat ekkert að segja þegar stjórnvöld hafa að yfirlýstu og undirrituðu markmið að rýra kaupmátt þeirra með hjálp Seðlabankans.

Fyrirheit um eingreiðslur eru aðeins mútur svo leikhúsfólkið komist aftur í launað frí. Sem verður líka á þinn kostnað.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2011 kl. 04:17

3 Smámynd: Sandy

  Að sjálfsögðu á að gera kröfu til þess að verðtryggingin verði afnuminn, það er ekki normal að ef t.d. bensín hækkar þá hækki lánin.   Góð spurning hjá þér Guðmundur, launin voru einu sinni verðtryggð, en hversvegna ekki í dag hvað gerðist? Að mínu viti þá þyrfti verðtrygging á laun að vera bundin í lög eða helst stjórnaskrá varin.  Svo hlálegt sem það virðist þá var ekkert mál að afnema verðtryggingu á laun, það var gert með einu pennastriki, en aldrei hefur verkalýðshreyfingunni eða stjórnvöldum fundist tímabært að afnema verðtrygginguna af lánum fólks, þó við séum eina landið í vestur Evropu með þennan ófögnuð, og á ekkert skylt við norræna velferð.

Sandy, 6.5.2011 kl. 07:20

4 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Munið hvaða og hverskonar stjórn var við völd þegar launaverðtrygging var afnumin og einhver stórfelldasta eignatilfærsla til þess tíma átti sér stað í kjölfarið.

Munið líka hvaða og hverskonar stjórn var við völd þegar frjálst framsal og veðsetning aflaheimilda var heimiluð. Mesta slys Íslandssögunnar. Vinstri? Hægri?

Viðar Friðgeirsson, 6.5.2011 kl. 09:44

5 Smámynd: corvus corax

Ég hef margsinnis á undanförnum árum haldið því fram að einu raunhæfu kjarabæturnar felast í því að verðtryggja laun af því að allur kostnaður fólks er verð- og gengistryggður í bak og fyrir. Skýrasta dæmið eru stanslausar hækkanir á eldsneytisverði í stíl við hækkanir á heimsmarkaði og gengisrýrnun krónunnar. Svo má afnema verðtryggingu launa um leið og öll önnur verðtrygging er afnumin, fyrr ekki!

corvus corax, 6.5.2011 kl. 12:00

6 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég er afar ósátt við verðtryggingu yfirleitt. Við græðum ekkert á því að verðtryggja launin, þá hækkar allt - segi og skrifa allt - á þriggja mánaða fresti.  Súkkulaðistykki sem kostar hundraðkall í upphafi árs endar í tvöhundruðkalli næstu áramót.

Eina lausnin er að fella allar verðtryggingar úr gildi, helst afturvirkt til 2008.

Það er enginn plástur á sárin að verðtryggja laun, þá lendum við bara í enn meiri verðbólguhít.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 6.5.2011 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband