15.5.2011 | 00:52
Ég tek undir ályktanir Hreyfingarinnar
Það er löngu ljóst að stjórnin hefur enga stjórn á ástandinu á Íslandi í dag, stjórnin er að leiða þjóðina fram af efnahagslegu hengiflugi.
Jóhanna og stjórn hennar hafa viðhaldið stjórn fjármálaelítunnar á efnahagslífinu, og verið dragbítur í atvinnusköpun. Þar er ekkert að gerast..
Fram af efnahagslegu hengiflugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enda kemst ekkert að nema að svifta þjóðina sjálfstæði sínu og troða henni í Esbéið.
Helga Kristjánsdóttir, 15.5.2011 kl. 02:25
Ég tel að varlega eigi að fara í því að treysta á fólk sem ekki hefur sannað sig og eingin veit hvert stefnir eða hvaðan kemur.
Dollu bank þó bylting sé kölluð dugar mér ekki til sannfæringar.
Þjóðin kaus og við fengum Jóku og Jókerinn, sama sem = tvo trébita sem ætlað var að líma saman í góðan traustan límtrésbita.
En í ljós kom að annar var gamall og ormétinn en hinn undin og snúin þannig að límingar halda illa og allt í voða sem undir er.
Hrólfur Þ Hraundal, 15.5.2011 kl. 07:40
"Góðir hálsar. Fyrir tveimur árum stóð þjóðin á brún efnahagslegs hengiflugs. Í dag tökum við eitt mjög mikilvægt skref fram á við."
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.5.2011 kl. 08:20
Og út á hvaða hála stein skal það skref liggja Svanur án hálsbrota?
Hrólfur Þ Hraundal, 15.5.2011 kl. 08:35
Ef við töku skref fram á við, stödd á hengiflugi, þarf ekki að spyrja að leikslokum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.5.2011 kl. 09:14
Margt hefur áunnist á þeim tveim árum sem liðin eru frá því núverandir ríkisstjórn var mynduð. Auðvitað finnst sumum ekki nóg að gert en vandamálin voru mörg, og mörgum erfiðleikum þurfti að ryðja úr vegi.
Það hefði þurft t.d. að gera meira í að hafa upp á fjármunum sem útrásarvarganir höfðu á brott með sér. Þetta fé tilheyrir þjóðinni ekki örfáum féflettum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 15.5.2011 kl. 13:05
Tek undir með þér Jóna Kolbrún og Hreyfingunni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2011 kl. 14:11
Allir sem koma nálægt pólitík eiga að forðast svokallaðan popularisma. Það er að hafa sömu skoðanir og skríllinn sem gerir engar kröfur hvorki til sjálfs síns né annarra. Það á aldrei að grafa undan því sem verið er að reyna að byggja upp. Í hruninu var verið að gagnrýna ríkisstjórn sem gerði akkúrat ekki nokkurn skapaðan hlut, kom hvorki í veg fyrir hrunið né draga úr tjóninu.
Nú er verið að kappkosta að byggja upp eftir 18 ára óreiðu Sjálfstæðisflokksins. Eitthvað hefur þokast fram þó hægt fari en eigum við ekki að doka við og sjá til hvernig málin þróast?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 15.5.2011 kl. 22:44
Það er ekkert minni óreiða sem þessi ríkisstjórn er að búa til, það er ekki eins og Samspillingin hafi ekki verið í stjórn með Sjálftökuflokknum fyrir hrunið. Ég er ekki að sjá að þessi stjórn hafi hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, þjóðin er höfð að fíflum vegna hagsmuna fjármálaelítunnar sem kostaði flesta þingmenn sitjandi stjórnar til þingsetu,...
Það er mál að rjúfa sambandið á milli fjármálaelítunnar og þingmanna....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.5.2011 kl. 00:31
Burt með ríkisstjórnina
Ásdís Sigurðardóttir, 16.5.2011 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.