Ein fallegasta mynd sem ég hef séð

Ég veit að það er vandasamt að taka góðar norðurljósamyndir, ég hef reynt það sjálf að taka myndir af þeim.

Mínar myndir hafa verið óskýrar og grófar, og mjög oft hreyfðar líka.

Þessi ljósmyndari hlýtur að vera með mjög góða myndavél, og þar fyrir utan vera hæfileikaríkur ljósmyndari.....

Ég efast um að meðalskussar með ódýrar myndavélar geti tekið svona fallegar næturmyndir...


mbl.is „Fegurð næturhiminsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Já Jóna, þetta er ægifögur mynd.

Eyjólfur G Svavarsson, 18.5.2011 kl. 00:05

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

ÞAð er ekki gott að taka myndir af norðurljósum nema að vera með góðar græjur og einhverja þekkingu á ljósmyndun. Ljósopið þarf að vera passlega lengi opið o.s.fr.  Þetta er mögnuð mynd, sem ýkir ljosaganginn svolítið af því að það verður að hafa myndavélaraugað opið lengur en vanalegt er.  Ég var aðð keyra norður að næturlagi um daginn og í Skagafirðinum sá ég einhvern magnaðasta ljósagang, sem ég hef nokkru sinni séð. Himinninn logaði hreinlega stafnanna á milli. Ég varð bara að stoppa og horfa agndofa á þetta, Íslendingurinn sjálfur, ýmsu vanur.  Þá nagaði ég mig í handarbökin yfir að hafa ekki fyrir löngu komið mér upp góðum ljómyndagræjum, eins og ég hef svo lengi haft á plani. Ég var ekki einu sinni með litlu títluna mína með. Hún er svosem ágæt og ég hefði kannski getað notað flugeldastillinguna á þetta og fengið sæmó myndir.

Framvegis ætla ég ekki að skilja hana við mig allavega, því maður er svo oft að lenda í svona mögnuðum augnablikum í náttúrunni á þessu flandri mínu á milli landshluta. Leiðin er aldrei eins hverju sinni. Það er tóm eigingirni að leyfa ekki öðrum að njóta þessa með manni, þótt ekki sé nema af mynd.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.5.2011 kl. 01:23

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég átti leið austur í vor og stoppaði í kvöldmyrkrinu við Jökulsárlónið. Þá var stilla og heiðskýrt, fyrsta flokks aðstæður fyrir sjónarspil. Tunglið var fullt og í bjarmanum gat ég séð lengst inn á jökul, með norðurljósin dansandi allt í kring. Þau voru reyndar ekki eins glæsileg og á þessari mynd, en ég fékk samt eitt sem er ekki á myndinni: stjörnuhrap, þ.e.a.s. loftsteinn sem brann upp í gufuhvolfinu einhversstaðar yfir miðhálendinu og skildi eftir sig appelsínugula rák þvert yfir himininn. Eins og vera ber þegar maður verður vitni að slíku þá bar ég upp eina ósk við almættið. Óskin var sú að íslenska þjóðin myndi hafna IceSave-ríkisábyrgð, og viku seinna þá rættist hún.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.5.2011 kl. 02:09

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Og enn er fullt af óskum eftir!  Grípum stundina!!!Best kveðjur öll.

Helga Kristjánsdóttir, 18.5.2011 kl. 07:34

5 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Guðmundur Ásgeirsson þú ert frábær, takk fyrir og vona að þú sjáir fleiri stjörnuhröp.

Anna Björg Hjartardóttir, 18.5.2011 kl. 08:35

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg mynd og skemmtilegar sögur hér takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2011 kl. 11:17

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég er sjálfur áhugaljósmyndari og hef verið að taka myndir út um allt land. Meira að segja haldið einkasýningar á Landslagsmyndum mínum.

Þetta er glæsileg mynd. Sá sem tók er sannarlega vel að verðlaununum kominn.

Gaman væri að geta tekið myndir af Norðurljósum en ég á því miður ekki nógar græjur til þess. Ég vil bæta því hér við að það þarf bæði að hafa Ljósopið nógu lengi opið og sérstakt filter til að dempa niður oflýsingu á móti.

Varðandi óskirnar? Kannski geta fleiri góðar óskir ræst á þessu ári. Jafnvel fljótlega. Hver veit? Einhver sem getur tekið flotta mynd til að óska eftir eða möguleiki að vera við sérstakar aðstæður eins og tildæmis fegurð sólaruppkomu eða sólarlagsins? Kannski tími til kominn að fara að skreppa á Þingvelli?

Guðni Karl Harðarson, 18.5.2011 kl. 12:30

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Óskirnar þurfa að mínum dómi ekki endilega vera bara þegar að stjörnuhrap verður. Það má vel óska sér við sérstakar aðstæður í náttúrunni. Enda sérstaklega gaman að óska sér og taka myndir í leiðinni

Guðni Karl Harðarson, 18.5.2011 kl. 12:32

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Gaman að bæta því við hér ef ég má? Í fyrrinótt dreymdi mér að ég fengi 100.000.000.000.000 í slottspilakassa á miðjuna. Hvað ætli að svona draumur merki? Ég sem spila aldrei á spilakössum. Það væri nú hægt að láta gott af sér leiða fyrir þessa upphæð! Eða er það ekki?

Guðni Karl Harðarson, 18.5.2011 kl. 12:59

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Óskar í fljótu bragði sé ég ekki að myndin hafi verið unnin í photoshop nema þá að þessi fjólublái litur hafi verið gerður eitthvað sterkari. Mér finnst hann vera dálítið óraunverulegur( ern flottur!).

Þetta er dálítið misjafnt með reglunar held ég. Jafnvel eru sumar keppnir þannig að í reglum er þannig að myndinar verða að vera óunnar. Ég veit um svoleiðis tilfelli.

En ég hef svo sem ekkert mikið verið að skoða reglunar því ég vil sjálfur helst sem minnst vera að breyta mínum myndum og segi því oft frá því ef ég hef gert það. Ég lít dálítið líka á þetta þannig að ef mynd er hægt að lagfæra aðeins í photoshop þannig að hún verði samt eðlileg á eftir þá sé það í lagi. Kannski laga til eða skipta um himinn (þá ég læt vita)? Eða (helst þá) að auka Contrast og lagfæra aðeins Levels sem ég geri stundum en nota þá annað forrit til þess. Það finnst mér í lagi því ekki er alltaf hægt að vera á réttum tíma til að taka myndina.

Guðni Karl Harðarson, 18.5.2011 kl. 17:04

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég sá oft í gamla daga ægifögur norðurljós í sveitinni minni, Kaldárholti í Holtahrepp, Rangárvallasýslu.  Svo eitt kvöld fyrir nokkurm árum snemma vors seint um kvöld, sat ég í heitum potti í Grímsnesinu og fékk ótrúlega fallega norðurljósasýningu. 

Svo er mjög algengt að norðurljósin dansi hérna yfir Seltjarnarnesinu, og hef ég oft verið dolfallin yfir fegurð þeirra hérna á Nesinu og litadýrðinni líka...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.5.2011 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband