Mér finnst við hæfi að birta ljóð í tilefni dagsins

Hluti af þessu ljóði hefur verið að ganga á Fésbókinni. 

Ljóðið heitir Lífsþor.

 Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun.

Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi,
einurð til að forðast heimsins lævi,
vizku til að kunna að velja og hafna,
velvild, ef að andinn á að dafna.

Þörf er á varúð víðar en margur skeytir.
Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir.
Þá áhættu samt allir verða að taka
og enginn tekur mistök sín til baka.

Því þarf magnað þor til að vera sannur maður,
meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,
fylgja í verki sannfæringu sinni,
sigurviss, þó freistingarnar ginni.

Ljóðið er eftir Árna Grétar Finnson.


mbl.is Samstarfinu við AGS lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott ljóð.  Já nú er að sjá hvað tekur við hjá okkur.  Best væri að fá að kjósa sér nýja forystu, þessu hefur gefist upp fyrir löngu síðan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2011 kl. 16:15

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Virkilega gott ljóð sem maður ætti að lesa oft.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2011 kl. 16:44

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Fallegt ljóð.

Okkar almenningis bíður aftur á móti frekari hörmungar meðan Helferðastjórnin er við.

Óskar Guðmundsson, 26.8.2011 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband