27.8.2011 | 00:53
Ekki kaupa húsnæði
Það er mín ráðlegging til ungs fólks, þið hafið ekki efni á því að borga af lánum sem eru verðtryggð.
Þótt þið standist greiðslumat í dag, þarf það ekki að vera raunin eftir ár.
Á meðan launin ykkar eru ekki verðtryggð eins og lánin sem standa fólki til boða í dag.
Það er ekki eins íþyngjandi að borga leigu, það er að segja ef hentugt leiguhúsnæði er í boði.
Varið ykkur á mismunandi gjaldmiðlum!!!
Verðtryggð lán kalla á verðtryggð laun, ef ekki þá er tjónið ykkar.
Eignaupptakan virðist lögleg, en siðlaus er hún.
Burt með verðtryggðu lánin...
Hjálpi ungu fólki að kaupa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þarf að afnema verðtryggingu húsnæðislána á Íslandi áður en hægt er að ráðleggja nokkrum manni að fjárfesta í húsnæði nema eiga nánast fyrir því öllu við kaup en það er náttúrulega ekki raunin með það unga fólk sem við erum að tala um hér. Það á að öllum líkindum ekkert eigið fé frekar en aðrir Íslendingar en stendur frammi fyrir því að vera að stofna fjölskyldu og þarf að vega og meta þá kosti sem standa til boða sem eru að leigja eða kaupa en á meðan verðtrygging er við líði á húsnæðislánum heimilanna þá eru auðvitað bæði lán til húsnæðiskaupa og leiga bundin hækkun vísitölunnar sem er óásættanlegt og þarf að komast í samt horf og í þeim löndum sem við miðum okkur alla jafna við, þ.e. hin norðurlöndin.
Hvet alla til að fara inn á heimilin.is sem er síða Hagsmunasamtaka heimilanna og skrá sig í samtökin og undirrita líka um leið kröfu á stjórnvöld til leiðréttingar stökkbreyst höfuðstóls lána heimilanna og afnáms vísitölubyndingar lána til heimilanna.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 27.8.2011 kl. 01:32
Það veltur mikið á verðtrygginga þættinum. Fæstir hafa þau laun sem, þarf til að standa undir afborgunum af lánum,eigi þau t.d. 2 börn. Leikskólagjöld eru sífellt að hækka,það þarf bíl til að flytja þau og sækja,svo allt annað sem heimili þarfnast. Mér fannst smáíbúðahverfið,geysilega góður kostur á sínum tíma. Bróðir minn byggði þar og oft mátti sjá konur skafa timbur og hvaðeina,á hinum ýmsu byggingar stigum. Þetta varð athvarf fjölskyldunnar og með réttu,lífeyrir í ellinni. M.b.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 27.8.2011 kl. 01:59
Tek undir þetta allt hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2011 kl. 10:41
Heil og sæl Jóna Kolbrún - og aðrir gestir, þínir !
Tekn undir; með þér - um leið og ég samsinni þeim Vilhjálmi - Nöfnu minni, og Ásthildi Cesil jafnframt, að öllu leyti.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 20:57
Sammála
Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2011 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.