Ég vil hvetja fólk til þess að lesa allan pistil Margrétar Tryggvadóttur.
Þessi 110% leið er algjört klúður sitjandi stjórnar, fólk sem fór þessa leið er illa statt í dag.
Ábyrgum íbúðarkaupendum sem sparað höfðu fyrir íbúðarkaupin er refsað en þeim sem tóku 100% lánin fyrir íbúðum sínum fá allskonar fyrirgreiðslu í kerfinu.
Þeir sem notuðu sparifé, töpuðu því.
Þeir sem eru og hafa verið ráðdeildarsamir, er refsað.
Upptaka eigna er stunduð í endurreistu bönkunum.
Bönkunum sem ríkisstjórnin seldi í hendur erlendra vogunarsjóða.
Fór tvisvar í gegnum 110% leiðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er svo sammála þér Jóna
ég átti 60% í minni íbúð fyrir hrun en samkvæmt fasteignamati á ég 25% en samkvæmt því sem bankarnir eru að selja sambærilegar eignir á ég ekkert
Betra hefði verið fyrir mig að borga ekkert allan þennan tíma og sett peningin undir kodda
Annað mál er að allur þessi hagnaður sem er verið að tala um að bankarnir skyla er loftbóla
Hagnaðurinn er hækkun á höfustól stökkbreyttra lána sem verður að stórum hluta ekki borgaður
Vitfyrring bankanna og ráðamanna er komin langt útfyrir allt velsæmi fyrir löngu síðan
Magnús Ágústsson, 5.9.2011 kl. 04:37
Góð grein og þörf ábending Jóna mín. Hér þarf svo sannarlega að hreinsa til. Það ætti að senda þessa kóna í siðferðisskólann með Bryndísi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2011 kl. 10:31
Vinahjón mín sem eiga og búa á 7 hektara lóð,á suðurlandi,voru að fara þessa leið. Skrautleg saga um veð í gömlu húsi undir refabú á þinglýstri lóð þeirra,sem þau urðu að kaupa af banka,þar var ekkert slegið af.(uppgötvaðist eftir kaup.)
Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2011 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.