4.10.2011 | 02:24
Mótmælin voru friðsöm
En mjög hávær, enda var það tilgangurinn.
Að láta í sér heyra.
Krafan var að minna þingmenn á heimilin í landinu, það er búið að slá skjaldborg um Alþingi, bankana, fjármagnseigendurna.
Það er kominn tími á það að afnema verðtrygginguna og leiðrétta forsendubrestinn sem varð á verðtryggðum lánum og ólöglegu myntkörfulánunum í kjölfar hrunsins.
Ef heimilunum verður ekki bjargað, hvað þá?
Maður spyr sig....
Samstaða á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarf eitthvað að bíða eftir því hvað gerist ef heimilunum verður ekki bjargað? ef þeim verður ekki bjargað er þjóðfélagið komið í þrot og skaðinn gríðarlegur og þjáning fólks átakanleg.
Það er ekki orð að marka af fagurgala eða orðafrösum úr stefnuræðu forsætis - eða fjármálaráðherra í gærkvöldi.
Bara brandari þessi leikþáttur um að krefja bankanna um að skila hagnaði til fólksins, veit Jóhanna ekki hverjir eiga bankanna? Virðist ekki vera, eða að venju svo undirförul að hún lætur eins og hún viti það ekki.
Hefja þarf undirskriftasöfnun þar sem krafist er afsagnar ríkistjórnarinnar!!
Sólbjörg, 4.10.2011 kl. 08:40
Sammála ykkur, mér datt í hug trúður þegar fjármálaráðherra var að tala með öllum sínum gömlu frösum og handapati. Jóhanna hafði greinilega ekki æft þessa ræðu með leikstjóra eins og kastljósþáttinn. ja svei!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2011 kl. 08:50
´Hún skal ekki koma okkur í <evrópu-dr,sambandið.
Helga Kristjánsdóttir, 5.10.2011 kl. 01:48
sorglegt allt saman
Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2011 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.