20.10.2011 | 02:00
Árni Páll Árnason
Nei, þú ert ekki maðurinn til þess að skilgreina "nýtt vín á gömlum belgjum" eða ekki.
Ég held að þú hafir ekki nægt vit til þess að greina þetta sjálfur.
Fjármálakerfið er of flókið fyrir þig og marga samverkamenn þína.
Ekki þykist ég hafa meira vit en þú, en ég er náttúrulega bara húsmóðir með litla sem enga menntun.
Ég trúi því að besta manneskjan sem þessi stjórn átti, hún Lilja Mósesdóttir hafi meira vit á þessu en flestir sitjandi stjórnarliðar.
Mér finnst þú ómarktækur.
Ræðir framtíð fjármálakerfisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heil og sæl Jóna Kolbrún; æfinlega !
Samt; liggur Lilja Mósesdóttir, í sömu gryfju, og ''Sjálfstæðismenn'', að ætla samlöndum sínum að skila húslyklunum, þegjandi og hljóðalaust og baráttulaust, í lúkur þjófa bæla Banka kerfisins, Jóna mín.
Sem er; óviðunandi, með öllu - í ljósi allra þeirra fjármuna, sem landsmenn eiga inni þar, ógreitt enn - og nefnist VERÐTRYGGING.
Slíkt; má ekki henda, á nokkurn hátt.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 02:27
Lyklafrumvarpið er betra en 110% leiðin sem sitjandi stjórn valdi. 100% er gjaldþrot, allar skuldir umfram 100% eru í raun yfirlýsing um gjaldþrot að mínu mati. En auðvitað er verðtryggingin óviðunnandi, eftir að verðtrygging launa var afnumin en ekki af lánunum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.10.2011 kl. 02:55
Lilja hefur ekki hundvit á fjármálum. Hún hefur sýnt og sannað það í gegnum tíðina.
Sleggjan og Hvellurinn, 20.10.2011 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.