Alvöru konur á undanhaldi

Núna er tískan að vera grindhoruð með gerfibrjóst og plat rass. 

Hvernig væri að konur færu að borða eðlilega? 

Ekki láta fjölmiðlana stjórna holdafari þeirra? 

Ég hef miklar áhyggjur af unga fólkinu okkar, áróðurinn fyrir svelti er orðinn svo mikill allstaðar.

Ef stelpur eru eðlilega vaxnar, með smá mjaðmir og eðlileg brjóst heyra þær endalaus ráð til þess að losna við þetta.

Svo þurfa þær að kaupa sér "eðlilegan vöxt"  finnst engum öðrum þetta skrýtið?


mbl.is Nærbuxur með fylltum rassi fljúga út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það er ekki að spyrja að öfgunum. Hégómi hefur fylgt kvenfólki frá ,,örófi.. að minnsta kost flestum. En það er munur á hvort konur vilja klæðast vel og snyrta,eða beinlínis breyta útliti sínu með aðgerðum.  Það er alltaf hætta á Anorexíu,en offita er víst höfuð vandamál nú um stundir.

Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2011 kl. 03:24

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er orðið ljót þróunin þegar það er ekki lengur hægt að vera maður sjálfur vegna þess að einhver ímynd segir svo...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.11.2011 kl. 08:28

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála ykkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2011 kl. 10:54

4 Smámynd: corvus corax

Á meðan kvenpeningurinn hamast við að megra sig þangað til þær líta út eins og gangandi herðatré laðast karlar að og dá konur með vöxt eins og t.d. Nigella Lawson og Kim Kardashian. Svo þykir konum skrýtið að konur sem eru eins og konur í laginu höfði frekar til karla heldur en horað tískuliðið sem lítur allt út eins og samkynhneigðu tískukóngarnir vilja að 14 ára strákar líti út. Það á ekkert skylt við kvenlegt útlit eins og karlar trúa að sé eðlilegt.

corvus corax, 16.11.2011 kl. 15:42

5 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Það eru að mestu stúlkurnar sjálfar sem setja sjálfum sér og öðrum þessar skorður, mun fleiri körlum þykja þær flottar í sinni náttúrulegu mynd. Svo má minna á að margir horfa ekki á vöxt eða andlit til að sjá fegurðina í manneskjunni.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 16.11.2011 kl. 18:12

6 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Hvað kona myndi vilja hitta karlmann í skyrtu með innsaumuðum vöðvum, það væri drepfyndið- líka smá sorglegt, finnst það eiginlega svipað og buxur með fylltum rassi, en kannski verður þetta með tímanum sjálfsögð standardeign rasslítilla kvenna. En flestar dömur eru nú í baráttu við minnka aðeins umfangið á mjúkum afturendanum.

Anna Björg Hjartardóttir, 16.11.2011 kl. 23:55

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

heheh, algjörlega sammála þér Anna Björg...  ekki væri ég til í að fara á stefnumót við mann með gerfivöðva.... 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.11.2011 kl. 03:02

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

því miður eru öfgarnar í báðar áttir og fitan er ekki betri en horinn, í þessu gildir eins og um allt annað í lífinu, að feta hinn gullna meðalveg, það er stór hluti þjóðarinnar að springa úr spiki og talar og étur mat út í eitt, guð hjálpi þeim þegar þau komast á efri ár og sjúkdómar sem því miður eru fylgifiskar ofáts, fara að banka á dyrnar, þá verður erfitt að vera til.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.11.2011 kl. 13:16

9 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Einmitt Jóna, því margir eftirsóttir karlmenn af kvenfólki eru mjög grannir með litla vöðva samt eru konur vitlausar í þá, t.d. Jonny Depp, sem er næstum veiklulegur - það er bara málið að slá ljóma á sitt eigið það finnst mér svo flott við fólk, hvort sem það er fitan eða horinn sem einkennir okkur eins og Ásdís skrifar hnittilega. Kveðja til ykkar allra glæsilegu dömur.

Anna Björg Hjartardóttir, 17.11.2011 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband