Hvað með kvótann?

Er kvótinn ekki stór hluti af því sem var veðsett í aðdraganda hrunsins? 

Varla fara erlendu vogunarsjóðirnir að ganga að veðum í kvótanum? 

Þar sem veðsetning kvótans er og hefur alltaf verið ólögleg..

Hvað ætli margir eigi veðbréf með veði í óveidda fiskinum? 

Maður spyr sig....


mbl.is Eignir sem aldrei koma fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Bjarni Guðmundsson

Það skiptir engu máli þótt veðsetning kvóta sé ólögleg, það er ekkert sem kemur samt í veg fyrir að hægt sé að veðsetja kvóta og að selja svo kvótann úr landi.

Kristján Bjarni Guðmundsson, 7.12.2011 kl. 12:54

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki skil eg sjónarmið Kristjáns.

Spurning þín Jóna er eðlileg enda var afhending kvóta ófyrirgefanleg mistök. Það mátti aldrei gera kvótann að þeirri féþúfu sem hann reyndist vera: kvótabraskarar bókstaflega settu allt samfélagið á hvolf ásamt bröskurunum sem tengdust einkavæðingu ríkisbankanna.

Árangur í ríkisfjármálum má að miklu leyti þakka því að innan ríkisstjórnarinnar eru lítil sem engin tengsl við braskarana. Ef Sjallanir eða Frammarar hefðu verið í ríkisstjórn nú, þá hefði ekki mátt rannsaka þetta eða hitt sökum fjármálatengsla. Geir Haarde hefði aldrei verið ákærður þó svo að hann væri kapteinninn í brúnni þegar „Þjóðarskútan“ strandaði. Í sjóprófum er skipsstjórinn ákærður en ekki aðrir í áhöfninni. Það er jú hann sem ber ábyrgð á skipi, áhöfn og farmi. Í síðustu sjóferð Geirs missti hann allan farminn útbyrðis sem ekki hefur nema að nokkru leyti fundist aftur. Öðru strandgóssi komið í skjól.

Vona þetta skýri málin betur.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 9.12.2011 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband