Hvít jól

Loksins fengum við hérna á Stór-Reykjavíkursvæðinu hvít jól. 

Það þarf kannski ekki að minna fólk á það að þegar jörð er hvít, þá fá smáfuglarnir ekki nóg að éta.

Svo eru gæsir, svanir og endur á ýmsum stöðum á landinu, sem þyggja gjarnan brauðmola.

Gleymum ekki að fóðra fuglana, þeir þurfa að treysta á okkur mannfólkið þegar jarðbönn eru...


mbl.is Snarvitlaust veður í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir það með þér Jóna Kolbrún mín, hér varð þurrð á fuglalmat fyrir jól svo ég þurfti að gefa þeim kornflakes en svo kom sem betur fer fóður í búðirnar, ég var eiginlega fegin, því það bar merki um að margir hefðu hugsað til smáfuglanna og keypt fóður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2011 kl. 16:36

2 Smámynd: Ragnheiður

ég bara get ekki gert þeim það að gefa þeim hérna við húsið, þakið gengur ekki heldur. Kisurnar mínar eru svo svakalegar veiðikisur :(

Ég gleðst svo yfir þeim sem gefa og geta gert það :)

Ragnheiður , 26.12.2011 kl. 19:51

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

+Eg hef gefið þeim í vetur.Þeir eru svo spakir að þeir koma alla leið inn að þröskuldi.Svo koma tímar,er þeir sjást ekki heila daginn. Vonandi komist í feitt annarsstaðar,meðan ég sópa snjónum frá,annars sekkur næring þeirra ofan í snjóinn.

Helga Kristjánsdóttir, 27.12.2011 kl. 01:04

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir finna á sér ef leiðinda veður er í aðsigi, þá koma þeir og eru æstir og éta mikið. a

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2011 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband