28.1.2012 | 03:18
ESB, samtök fullvalda ríkja?
Eftir þessar nýjustu fréttir af yfirgangi ESB, hljóta ESB sinnar að spyrja sjálfa sig ýmissa spurninga?
Eða hvað finnst þér um þessa uppástungu Þjóðverja að ESB yfirtaki fjármál Grikklands?
Ég vona að þessi frétt vekji ESB sinnaða Íslendinga af þyrnirósarsvefni.
ESB eru ekki samtök fullvalda ríkja, ESB eru nýju Sovét ríki Evrópu.
Og það eru tvö ríki sem ráða öllu, Þýskaland og Frakkland.
Hin ríkin eru bara viljug fórnarlömb, alræðis.
ESB taki yfir fjármál Grikkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er skelfilegt. Var að komenta hjá Gunnari Hreiðars um það,ég er gáttuð á því sem getur hent. KV.
Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2012 kl. 03:54
Með inngöngu í ESB losnum við það að þurfa að kjósa hér þing og hafa hér ríkisstjórn. Kannski er það einmitt það sem við þurfum? Við þurfum þá kannski bara forseta sem sækir kokteilboð, afmæli og jarðarfarir þjóðhöfðingja fyrir okkar hönd og svo fáeina ESB þingmenn, sem auðvitað koma úr röðum Samfylkingar..... En kannski vill ESB halda í Alþingi svona til að varðveita sögu þessa elsta þings Evrópuríkis.....?
Ómar Bjarki Smárason, 28.1.2012 kl. 03:55
Já Merkel heimtar að Grikkir segi upp 150 þúsund opinberum starfsmönnum. Hve marga ætli við verðum látin reka? Hér er yfirbyggingin síst minni en í Grikklandi. Og eru það ekki einmitt bjúrókratarnir sem vilja hvað ólmastir komast inn?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 13:14
Bjúró"kratarnir" fara flestir til vinnu í Brussel, væntanlega í hundraða ef ekki þúsunda tali. Það er nú gulrótin þeirra fyrir inngöngu í ESB....!
Ómar Bjarki Smárason, 29.1.2012 kl. 01:39
Flettið upp íslenska hugtakinu Leppríki, ríki sem er ekk sjálfráða í utanríkisviðskiptum. Ísland sagði sig úr efnhagsbandlagi Kaupmannhafanar hér um árið. Malta og Gíbraltar Leppríki London, Lettland, Eistland , Litháen, Leppríki Kreml, stjórmál menn í þessu ríkjum telja Brussel betri Miðstýringu. Það kallast 1 verðflokkur í EU að raunvirði er 30% ódýrara í USA og Kanada. HCIP EU mælir raunvirði miðað við hvað Íbúar EU er vanir hjá sér. Ísland er að sýna góðan árangur við sætt sig við raunvirði EU. Hér er stöðgt verið lækka raunvirði almennar neytenda körfu, sem á endurspegla raunvirði Íslensku krónunar á hverju ári, það er hægt að hækka verðlag á Íslandi vegna flaskrar neyslu vísitölu sem mæli ekki raunvirði [gæði ,endingu og raunvirðis innhald] eins og CIP neytendaverðvísir USA. Upplýsingar um Aljóðlga vertygginga mælikvarðan má kynna sér um hann má kynna sér: http://www.bls.gov/cpi/
Málið er einfalt áhverju ári er valið úrtak úr stórborgum USA, fyrir CIP þéttbýlis, þetta er fastlaunþegar með meðaltekjur, í vinnu hjá öðrum ekki yfirmenn eða lið með hlunindi, ekki þeir 10% tekju hæstu eða 10% tekjulægstu, það heldur um öll sín viðskipti í eitt ár, og þá er fundin út meðal neyslu krafa og hver var verslað, næsta ár er svo farið í viðkomandi fyrirtæki eða hringt í og skráðar breytingar á verðum og líka breytinga á raunvirði pakkinga og innhalds ef búið er setja nýjar vörur í staðinn.
Vertygging getur verið staræðilega rétt reiknuðu hér en hún er glæpsamlega fölsuð að mínu mati. Þeir sem vinna í mötuneytum verða fljóta varir við ef vörunotkun eykst þá verð á pakkningu breytist ekki.
Það sem gerist er að þega OCED ríki senda frá sér upplýsingar um alla vsk. sölu þá er það Alþjóðagjaldeyrismarkaður sem sér um að reikna heildar raunvirði þjóðrasölu PPP vsk. tengdri miðað við samsettningu á raunvirði innhaldi Alþjóða mælikvarða. Þá er líka miðað við þyngdir og upplýsingar úr sendiráðum, vegna þess að Alþjóðbanka lána stjórnssýlu hér út raunvirði þjóðarsölu sem er raungengi krónunnar. Góðærið svindlið hér uppgötvaðist um 2004. Sennlega vegna þess að innflutningur í tonnum hafði dregist saman og að raunvirði. Okur var skýring á fölsuðum þjóðartekjum hér. Seðlbankar USA , EU og UK, stilla eftirspurn eftir fljótandi krónu og það svindanar engin á þeim. Enda voru það bara skammtíma áhætturaunvaxta vogunar sjóðir sem fjármögnðu hér allt fljótlega eftir 2000. Langtíma verðtygging miðast við enga raunvexti erlendis. Bara vexti vegna 30 ára verðlagshækkanna framtíðar og kostnað af innheimtu. Skráður fateigna eignandi borgar meira en bara verðtyggingu, hann borgar skatta, viðhald og tryggingar af veð lánstofnunnar. Prime langtíma veðsöfn er öllu Prime AAA+++ ef 100% örugg. Engin yfirdráttur , vanskil eða yfirtöku lán. Útlendingar skilja ekki hvers vegna okur vextir hér kallast verðtrygging. Ekki ég heldur.
Júlíus Björnsson, 31.1.2012 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.