Hvað er fólk að æsa sig?

Er þetta ekki bara eins og útrásarvíkingarnir? 

Hvað þarf að fara að skoða þessa lífeyrissjóði?

Hvað kemur okkur almúganum við, það sem yfirburðafólkinu þykir sjálfsagt?

Þau áttu ábyggilega skilið að fara í laxveiði og allskonar boðsferðir um allan heim á kostnað okkar ræflanna sem samþykkjum allt sem þessu fólki dettur í hug.

Þetta fólk ber svo mikla ábyrgð, svo hefur það laun ábyggilega ekki undir milljón á mánuði og stritar ábyggilega fyrir hverri krónu.  NEI, ALDREI.

Svo er það ábyggilega á bílum sem okkur sem höldum þeim uppi höfum engin efni á , og ekki þurfa þau að borga bensínið sjálf?  SVÍNARÍ!!!

 Eða hvað heldur þú?

Er ekki komin tími á það að láta aðeins heyra í sér?

Síðast þegar ég mætti á mótmælafund í kulda og trekki mættu u.þ.b 30 manns.  

Ætli það komi fleiri næst?

Maður spyr sig....


mbl.is Munu skoða lífeyrissjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Góðan daginn Jóna Kolbrún! Ég segi það með þér, hvað er fólk að æsa sig?

Þetta eru þó lögbundnar greiðslur á hvern launaseðil frá 16ára aldri út starfsæfina. Varla ástæða til að skoða það, eða hvað?

Finnst ekki fólki líka alveg sjálfsagt að atvinnurekendur séu með puttana í sjóðunum okkar og eigi þar stjórnarmenn? (skoðum vinnubrögð Villa Egils).

Eftir hrun bankana hef ég lært flotta setningu! Eignarréttarákvæði Stjórnarskrárinnar, er einhver sem mælir gegn því að sjóðirnir séu í beinni eigu þeirra sem í þá borga?

Ég verð að segja að það er mikið að í öllu þessu kerfi. Tökum yfir sjóðina og ráðum þangað fólk sem er traustsins vert,þar sem við getum hvort sem er ekki ráðið því hvort við leggjum peningana okkar þarna inn eða ekki. Það er t.d.orðin spurning í mínum huga hvort almenningur geti ekki safnast saman og lögsótt þetta fólk og farið með málið fyrir Evrópudómstólinn.Ég fyrir mína parta vil hvorki hafa vrekalýðsforustuna né atvinnurekendur yfir sjóðunum, heldur hafa þá sjálfstæða þ.e. með kjörinni stjórn af fólkinu sjálfu.

Sandy, 4.2.2012 kl. 07:52

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki bara að við erum skuldbundinn til að taka þátt í lífeyrissjóði, heldur ganga þeir hart fram í að rukka ef þeir halda að þeir séu að missa af einhverjum.  Og þá er ekki kurteisi eða skilningur heldur hótanir.  En nú vil ég sjá hausa fjúka og þó fyrr hefði verið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2012 kl. 11:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hotanir? ekkert nytt. Mb.Kv,

Helga Kristjánsdóttir, 4.2.2012 kl. 16:44

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei hótanir er ekkert nýtt, gott dæmi er Jóhanna Sigurðardóttir sem rekur stjórnsýsluna með hótunum daginn út og inn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2012 kl. 17:21

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Allt þetta lífeyrissjóðsmál og verkalýðsmál eru í algjörlega óhæfum höndum, við verkalýðurinn hljótum að geta gert eitthvað?  Ég vil flytja minn lífeyrissjóð í öruggara skjól, þó ég þurfi að finna það sjálf...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.2.2012 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband