1.3.2012 | 01:47
Eru þessir skjálftar í boði Orkuveitunnar?
Eða eru þetta venjulegir jarðskjálftar?
Það er alltaf jafn óþægileg tilfinning þegar jarðskorpan hristist.
Ég vona að það verði svefnfriður í nótt.
Um þrjá stóra skjálfta að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Örugglega sem betur fer ná þeir ekki hingað vestur. Én ég mun fylgjast með ykkur elskurnar og vona að þessu linni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2012 kl. 02:31
Þetta er á dálítið öðru svæði en skolfið hefur vegna niðurdælingar frá Hellisheiðarvirkjun.
Tveimur tímum áður skalf næstum jafn hressilega fyrir norðan land, það var ekki af völdum Orkuveitunnar heldur.
Það er mun skárra ef spenna losnar í nokkrum meðalstórum skjálftum heldur en einum risastórum.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.3.2012 kl. 03:06
Þetta voru ekki stórir skjálftar. Orka svona skjálfta er gróft séð um einn þúsundasti af orku Selfossskjálftans árið 2008. Hins vegar voru þeir nær Reykjavík en algengast er og því finnur fólk meira fyrir þeim. Samt í sama fjallaklasa og algengast er að Krýsuvíkurskjálftar eigi upptök sín. Skjálftar sem eru um eða minni en 4 eru eekki af hinu illa, því að þeir koma í veg fyrir uppsöfnun spennu, sem gæti síðar orsakað verulega stóran alvöruskjálfta, svona 6 - 7. Það eru alvöruskjálftar. Hitt er bara hrollur.
Magnús Óskar Ingvarsson, 1.3.2012 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.