Spennandi

Mér þykir það spennandi að sjá hvernig veðbókavottorð þingmanna líta út, ég er búin að sjá 6 veðbókarvottorð og varð ég undrandi hversu miklar skuldir hvíla á íbúðum þeirra. 

Mér finnst þetta frábært framtak hjá fólkinu að gera þetta svona.  

Til hamingju Svipan.is.  Þið eruð að standa ykkur vel, þrátt fyrir að vefþjónninn liggi niðri í augnablikinu.. 

Vonandi verður það komið í lag í fyrramálið.


mbl.is Veðbókarvottorð gerð opinber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hva!? Þurfa þeir meiri pening??

Helga Kristjánsdóttir, 2.3.2012 kl. 13:16

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var að lesa þetta áhugavert... eða þannig.  Ég komst strax þarna inn.  Gott að birta þetta hjá öllum flokkunum.  Já Svipan er að standa sig vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2012 kl. 16:33

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Foréttindastétt með tryggar tekjur og ofur eftirstarfslokagreiðslur gerir bakveð óþörf.  Hér áður fengu menn íbúðalán út á æfirráðingar samninga,logið að þetta væri klíkuskapur, lán út á kauptekjur sem eru tryggar hefur tíðkst erlendis frá upphafi.   Það er líka tekið tilliti til lífeyrissjóðtekna.

Júlíus Björnsson, 2.3.2012 kl. 20:43

4 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Það er alveg sama hvar í skuldasúpunni maður er staddur. Verðtryggingin er alveg hrikalega ósanngjörn. Mágur minn sem flutti til Danmerkur árið 2002 á nú helming í húsinu sem hann keypti þá. Ég keypti hús árið 2005 og átti þá ca. 8.000.000 í eigninni. Nú á ég ekki neitt- er reyndar í mínus og nálgast hratt eftirlaunaaldur og sé þá fram á að greiða af skuldum, í stað þess að njóta ávaxtanna af góðu ævistarfi.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 3.3.2012 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband