Bleikt slím

Bara þessi setning hefur fælingarmátt, er eitthvað jákvætt við það að búa til "bleikt slím" úr afgangs kjöti? 

Að hakka allskonar afganga í svona afurð er ekki traustvekjandi.

Beinlausir kjötafskurðir? 

Hvað þýðir það?

Hakkaðar sinar og allskonar? 

Hálsæðar, kinnar, halar? 

Maður spyr sig


mbl.is „Bleikt slím“ orsakaði gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mér er meinilla við unnar kjötvörur. Mörg ár síðan ég hætti að matreiða saltkjötsfars,sem er auðvitað gott með kvítkáli og mosi.

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2012 kl. 04:04

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eftir að hafa heyrt af "kjötframleiðslu" stórbúa í Bandaríkjunum er ég ekkert hissa þó fólk vilji ekki leggja sér þær afurðir til munns.  Sennilega hefur allt verið hakkað saman hali, haus, kjöt og klaufir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2012 kl. 10:34

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bera sama vöru 1 flokks sem kostar að raunvirði [netto nýting neytenda heima og innan líkama] 100kr. við vöru svipað útliðs sem kostar að raunvirði 60 kr. en smásölu verð eru 150 kr. fyrir fyrsta flokk og 139 kr. fyrir draslið er það sem hefur lækkað raunvirðis kaupmátt Íslenskra kaupþega og launþega [þeir sem vinna ekki í vsk. geirum: þessum sem skapa verðmætin], og í framhaldi GDP[PPP] það er raunvirðisþjóðartekjur Íslands í samanburði við alla jörðina: þá er allt mælt með tilliti til gæða.

Þetta gera tossar og menntafólk með litla greind og þeir sem sætt sig við svona falsan samanburð hafa ekki viðskipta eða fjármálavit.  Fjámála ólæsi er meira en almennt á Íslandi það er algert. 

GDP[PPP] er það mælt af fíflum og fávitum, ef ekki er mjög gott að miða við þann mælkvarða sem er eins vegin yfir alla jörðina: og allir fjárfestar sem fara ekki á hausinn taka mark á.

GDP[OER] eru svokölluð heima ríkis gengi, hér GNP eða VFL er ekki miðað við selda vöru síðasta árs og síðsustu ára til meta tekjubreytingar [hagvöxt].  Heldur er þetta handhófskennt mat á væntingum framtíðar og fíflin hér halda að útlendingar láni þeim út sitt eigið mat á rekstri.  

Litlar rækur eru 30% af raunvirði stórra. Lýsa er mikið verri en ýsa.  Magrir og litlir dilkar [nánast fullvaxnar kindur: kallað lömb í dag], skila ódýrari skrokkum vegna þess hvað beinin vega þungt í vigt.   Fjórir tómatar í pakka sem kosta 120 kr. einn er skemmdur skila tómar sem kosta 40 kr. en ekki 30 kr. þetta er 33% hækkun á verði.

Hér er ekki tekið tillit til gæða í 30 ár, til að geta svindlað sem mest á kaupmætti almennings.  Ég tek ekki mark á menntamönnum sem segja gæði skipti máli.  

Júlíus Björnsson, 4.4.2012 kl. 18:42

4 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Maðurinn minn var eitt sinn á ferðalagi í Bandaríkjunum og sá á einhverju túni stórar plastkúlur.

Hann varð að sjálfsögðu forvitinn og spurði bóndann hvað væri þarna í gangi. Jú, þarna ræktaði hann kálfana - þeir væru aldir í kúlunum alla sína lífstíð. Fóðraðir og færðir til þegar þörf væri á. Síðan "gladdi" bóndinn ferðalanginn á því að hann gæti boðið honum upp á nautakjöt með hvaða bragði sem hann óskaði - viltu jarðarberja eða viltu vanillu. Sic.

Ég skil ekkert í kalli að vilja éta nautakjöt eftir þessa lífsreynslu. En kannski getum við huggað okkur við að íslensk landbúnaðarframleiðsla er ekki orðin svona úrkynjuð.

Auðvitað eigum við að bera virðingu fyrir öllum dýrum og sérstaklega fyrir þeim sem halda í okkur lífinu. Það hefur þessi bændaþjóð gert frá landnámi og þeim eigum við líf okkar að þakka.

Það er ekki langt síðan þessi þjóð var svo fávís að hún lagði sér ekki skelfisk til munns - frekar svelta en éta rækjur og skel - og það sem telst með dýrari mat í dag.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 6.4.2012 kl. 23:20

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigrún og síldin rak upp í fjörur við vildum ekki éta hana, skötusel var hent fyrir borð af því hann var svo ljótur.  Vá....þetta er bara rugl.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2012 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband